Árdís - 01.01.1936, Page 5

Árdís - 01.01.1936, Page 5
BÆN á minninga-dag mæðra Eftir Williiam S. Stidger 3 Fyrir móður kærleikann 'þökkum vér þér, kærleikans eilífi Guð! Á þessum minningadegi mæðra þökkum vér þér fyrir alla móðurást í heiminum; fyrir þá móðurást sem vér höfum notið; fyrir allar fagrar endurminningar sem vér eigum um mæður vorar — endurminningar sem gera lífið fegurra og fullkomnara. Vér þökkum allar myndir af mæðrum sem listamenn heinis- ins hafa framleitt — “Madonna of the Chair”, “iSistine Madonna” og þúsundir aðrar — fyrir 'þau listaverk lyftum vér þakklátum huga til þín í dag. Vér þökkum þér fyrir þá sem komu af stað hugmyndinni um þennan minningardag mæðrum til heiðurs, þökkum f'yrir alla sem í dag heiðra minningu mæðra, fyrir allar þær kirkjur og einstakl- inga sem hlúa að þeirri hugmynd. Vér þökkum þér fyrir öll hin fögru ljóð sem skáldin liafa ort um mæður og móöurást, þökkum einnig fyrir alla þá sem hafa iært þau ljóð og geyma þau í huga sínum. Þökkum alla fagra söngva sem sungnir eru um móðurást, fyrir allar hækur sem eiga frásögur um góðar mæður, tilheyrandi ýmsum löndum og þjóðum. Þökkum fyrir allar frásögur biblíunnar um mæður, frá móður Móse til móður Jesús. Sér í lagi þökkum vér fyrir það, að móðurástin hefir opinber- að oss anda Jesú Krists — anda sjálfsfórnar, anda meölíðunar, anda auðmýktar, anda samúðar, anda kærleika og þróttinn til aö þola þjáningar. “Oh, mother when we think of thee ’Tis but a step to Calvary.”

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.