Árdís - 01.01.1936, Side 9

Árdís - 01.01.1936, Side 9
7 mun hún andvökunóttum vön iverið hafa. Þunga kennir í orðum hennar er hún andvarpar yfir gæfubresti sona sinna: “Svipul verður mér sona eignin, er sá nú drepinn er mér var þarfastur, en þú útlægur ger og óbótamaður, en hinn þriðji svo ungur að ekki má aðhafast.” Ásdís lagði syni sínum lið og oft mun hann hafia átt griðland á heimili hennar. Bn um sárt átti Ásdís að ibinda úr þessu. Hver einasti dagur, hver h'ðandi nótt ollu henni þjáninga og hugarstiu'ðs. Trú hennar veitti henni hugrekki, ást hennar óx til hins ógæfu- sama sonar eftir því sem vandræði hans mögnuðust. Enginn gat liðsint skógarmanninum án þess að stofna sér í hættu um leið. Móðurástin var eina gleðiljósið á útlagans erfiöu þyrnibraut. Flestir óttuðust hann, hötuðu hann, en móðurástin þoldi þessa eldraun og var söm við sig: “Bar sú ást og einvörðungu útlaganum frið, og í vörn mót heimsins herjum honum veitti lið. Sá var eini Grettis geisli, er Glámur réð ei við.” (Jak. Thor.) Fækka tóbu fundir útlagans og hjartfólginnar móður úr þessu. Haustið 1038 var svo komið að Grettir átti hvergi athvarf, en þá benti honum voldugur höfðingi á Drangey sem öruggan giriðastað, og þangað yrði hann aldrei sóttur. Þá var Grettir orð- inn svo myrkfælinn, að hann hátti ekki um þvert hús ganga þegar dimdi og þar koin,, að hann vildi ekki vinna sér það lengur til llíf's, að vera einn. Þeir sem með honum höfðu verið reyndust ótrúir. Hai>a leitar sem fyr til móður sinnar með vandræði sín. Illugi hlustaði á viðræður þeirra og tjáði sig fúsan að fara með honum. Þótt Árdísi félli þessi viðskilnaður þungt, gaf hún til þessa samþykki sitt. Sonum sínum gaf hún og mikið lausafé. Var þetta hennar þyngsta raun, að verða að fórna hinum^glæsi- lega Illuga, ógæfusama syninum til aðstoðar. Vissi hún að þetta myndu verða síðustu samfundir þeirra. Grét hún er leiðir skildu: en “Aldrei hún í augsýn manna, áður né síðar grét.” Stuttu síðar féllu synir hennar fyrir svikara höndum. Hér virðist mér móðurástin standa á hátindi tignar slnnar. Guðdómlegur styrkur hins fórnandi harmþrungna móðurhjarta birtist hér. Hvergi í fornsögum vorum mun fegurri dæmi móður- ástar að finna. Óvíða ef nokkursstaðar í bókmentum héimsins getur áhrifaríkara dæmis, en framkomai 'þessarar fornaldar konu, er bar þyngstu og sáilbitrustu vonlbrigði með slíku jafnaðargeði —

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.