Árdís - 01.01.1936, Side 11
9
Samvinna milli heimila og skóla.
eftir Sellu Johnson
Flutt á fundi Kvenfélags Árdalssafnaðar
Forseti — Heiðruðu Félagskonur!
Þetta erindi mitt á að vera um samvinnu milli heimila og
skóla. Eg hefi að sjálfsögðu hugsað mikiö um það mál, og þegai
Mrs. Ólafson bað mig að tala um það hér, þá vildi eg fegin verða
við þeirri bón. En svo þegar eg fór að setja hugmyndir mínar í
tilhiyðilegan búning, íann eg að málið var mjög margbrotið og
þarf langrar umhugsunar með frá öllum hliðum. Eg verð þess
vegna að biðja ykkur að fyrirgefa, ef ykkur skyldi finnast það
sem eg liefi ritað nokkuö einhliða, og eins það, að mig skortir
tíma til að minnast liér á annað en aðal atriðin eins og þau koima
mér fyrir sjónir.
Eg geri ráð fyrir að allir foreldrar skoði börnin sín þá dýr-
mætustu eign, sem þeim hefir hlotnast í þessu lífi, og að þar af
leiðandi sé þeim það mesta áhugamál,, að ‘þessi blóm þeirra nái
eins fullkomnum þroska eins og mögulegt er í garði lífsins. Þess-
ar tvær stofnanir — heimilin og skólarnir — byggja upp, að
mestu leyti, grundvöllinn undlir þennan þroska. Eg segi að þær
ibyggi grundvöllinn undir þennan þroska, en svo heldur sálarlíf
allra hugsandi manna áfram að fullkomnast alla æfina í gegn.
Áður en eg vík að aðal efninu langar mig til að gera tilraun
til að skýra, á sálarfræðislegan hátt, hvernig skapgerð mannsins
er varið. Það eru tvö öfl sem skapa einstaklinginn: meðfæddir
eiginleikar og umhverfið eða hin utanaðkomandi áhrif, og sumir
sálarfræðingar fullyrða, aö þaö síðara af þessum öflum sé miklu
sterkara. Eftir því að dæma þá er það uppeldið sem varðar mestu
í líf'i mannsins. Þá er það skylda foreldra og kennara, að reyna
að kynna sér skapgerð og tilhneigingar livers barns og svo af
l'remsta megni að snúa þeim eiginlegleikum öllum til góðs.
Aöeins fáein orð um taugakerfi hvers einstaklings: Börnin
eru fædd með sérstökum eiginlegleikum, sem verða aö sterkum
eða veikum tilhneigingum eftir því hvað utanaðáhrifin eru veik
eða sterk; en sambandið milli 'þessara tauga eða strengja sem
veröa fyrir áhrifunum, og hinna, sem taka á móti þeim, er svo
viökvæmt, margibrotið og breytilegt, að strengirnir sem verða
fyrir stei'kustu áhrifunum, eða sem oftast eru snertir, styrkjast
og liaröna þangað til þeim verður ekki auöveldlega Ibreytt; en
aðrir strengir veikjast og hætta að vinna. Á þessu sér maður