Árdís - 01.01.1936, Side 13

Árdís - 01.01.1936, Side 13
tíma breytast böxnin mikið. Hugur þeirra ibeinist inn á við, og þau sent viðkvœm eru verða feimin og, ófnamfærin, nema huga ipeirra sé stefnt í rétta átt. Þá er flokkadráttur mikill á meðal narnanna, og nrjög ilt getur af því hafst ef eftirlit er ekki haft með þeim. A þessum árum er gott að láta ,þau læra mikið utanbókar at' fræðum sem hafa bókmentalegt gildi; og eins að herða á þeim með sögu, landafræði og náttúrufræði. Þau fara að læna aö rannsaka hlutina og gera uppfyndingar. Þá verða kennarar og loreldrair að hvetja þau til aö vera frumleg. Aðal spursmálið er. að leiða börnin frá óhollum hugsunum inn á réttar leiðir. iSvo kemur aldursskeiðið sem hættulegast er — unglings árin. Þá verða börnin fyrir sterkustu áhrifunum vegna ástníðanna sem eru nývaknaðar í brjóstum þeirra. Nú, sérstaklega, verða for- eldrarnir að vera trúir skyldum sínum. Nú verða þeir að útskýra þessi vandamál fyrir unglingunum, skýrt og hiklaust, og ef börnin hala haft rétt uppeldi fram að þessum tíma, þá er ekkert aö óttast. Nú breytast ieikir þeirra í alskonar íþróttir sem stilla allar lireyf- ingar líkamans, og koma jafnvægi á hugann. Um þessar mundir hneigist hugurinn oftast inn á einhvern sérstakan lífsferil — með öðrum orðum — unglingurinn kýs sitt æfistarf. Þá er mikil 'þörf á góðum ráðum og þar veröa foreldrar að vena með. Þið eruð nú orðnar þreyttar að heyra mig tala um skyldur foreldranna, svo nú skal eg reyna að skýra nokkuð frá starfi skól- anna. Fyrst langar mig til að útskýra hugtakið “mentun”. Það liefir nú reyndar verið þýtt á marga vegu, en einna bezt finst mér þessi skýring: “Mentun er til þess að vekja og efla alla líkama og sálar krafta mannsins svo að.rhann geti gripið til þeirra hvenær sem er, við hvaða tækifæri sem er og notað þá fullkomlega.” Þið sendið börnin ykkar á skóla til að læra, og oft er sagt að margt af' þv'í sem er troðið í þau geri þeim ekkert gagn, því þau þurfi aldrei að nota þá kunnáttu. Samt er það skemtilegt og nytsamlegt að vera fróður á mörgum sviðum. En það er ekki svo mikið vegna kenslu-greinanna sjálfra sem börnin eru látin læra þær, heldur vegna áhrifanna sem lærdómurinn hefir á þau — í þá átt að efla hæfileika þeirra svo að þau geti lifað sem fullkomustu lífi. Það er aðal hugmyndin með alla mentun þó að bæði foreldrar ög kennarar missi oft sjónar á því. Það er þessi hugsjón sem kenn- arar eiga altaf að hafa fyrir augum, og þessvegna verða þeir að fylla inn í eyöurnar og gera hinn kalda bókstaf að lifandi hug- myndum — í stuttu máli, að lifa í lexíunum. Nú ibið eg ykkur að fylgjst með mér inn í kenslustofu í fyrsta bekk skólans. Sá kennari hefir afar ábyrgðarmikla stöðu. Ekki einungis verður liún að kenna þessum litlu börnum að sitja og standa rétt, og að vinna þegjandi við verk sitt — hlutir sem þau liafa aldrei áður vanist heldur verður hún líka að færa lexá-

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.