Árdís - 01.01.1936, Side 22

Árdís - 01.01.1936, Side 22
20 sér. Það var hans ávani. iHann vissi að nú var úti um 'þetta mál og eg vissi það líka. Þegar eg síðar talaði við þessa konu, furðaði hana stórlega að eg skyldi skilja orð sín svo, að trúíboðsfélagið væri því andvígt, að konur gerðust prestar. Hún hefði alls ekki sagt þetta fyrir hönd félagsins, heldur bara verið að láta í ljós sína eigin skoðun. Annars sagðist hún hafa mjög lítið um málið hugsað. E)n bún hafði fengið mótstöðumönnunum vopn í hendur. Ef Trúboðsfélag kvenna vildu ekki hafa konur fyrir presta, þá gat það ekki komáð til mála. Mér duldist það svo sem ekki, að þessi meiningarlitlu orö konunnar, sögð hugsunarlítið, hefðu að minsta kosti um stund, tafið fyrir málinu. En konan hláut beinlínis ástsæld og aðdáun þeirra manna, sem málinu voru mótfallnir. Einn af þeim skrifaði fréttir af fundinum fyrir blaðið “New Outlook” og dáðist mi'kið að hennar kvenlegu fegurð og kurteisi og gleymdi heldur ekki að geta þess, að hún hefði verið einstaklega smekklega klædd. Honum hefir líklega fundist, að hann launaði henni veJ góðan greiða, með miklu lofi. Svona fór nú um hina fyrstu tilraun að fá konu vígða til prests innan Sameinuðu kirkjunnar í Canada. Einhver yfirlýsing var samt samþykt þess efnis, að frá trúfræðilegu sjónarmiði væri ekkert því til fyrirstöðu, að konur gerðust prestar. En það sem þarna gerðist seinkaði því kannske um svo sem áratug. Vitanlega kemur að því áður en langt líður. En það veldur mér leiðinda að hugsa til þess að kirkjan skyldi hér verða síðasta vígi hleypi- dómanna, þar sem konur eiga nú, aðgang að öllum stöðum nema. prestskapnum. Þær hafa flest reynt og stundum gengið vel og stundum illa, eins og gengur og gerist. Þegar eg segi að það sé konunum að kenna, að vor kirkja hefir enn ekki notið að fullu andlegra hæfileika kvennanna, þá er eg ekki þar með að kasta þungum stein á konuna. Hún hefir altaf gert lítið úr sínum eigin verkum. Eg hefi oft heyrt konur tala þannig. Þær geta illa látið sér skiljast, að þær geti jafnast við karlmenn sem lögmenn eða læknar og þá sjálfsagt beldur ekki sem prestar. Það eru líka hagfræðislegar ástæður fyrir iþessu, þó þær séu nú aö vísu orðnar nokkuð veigalitlar. Eg hefi tekiö eftir því, að konur, systur og dætur prestanna eru því vanalega mótfallnar að konur verði prestar. Þær líta á pres-temibættið með enn meirii: virðingu heldur e-n annað .fólk og þeim ifinst Ihempunni ekki sýnd hæfileg virðing, ef hún er hengd á konu'herðar. Maður iheyrir konur oft segja, að ekki vildu iþær prédika, en það -eru oftast þær sem engin ætlast til að prédiki, ekke-rt frekar en þær stjórni iflugvél. Heppilegasti tíminn til að vígja konu til prests innan Samein- uðu kirkjunnar, hefði verið 1928, þegar svo margir söfnuðir voru prestlausir. -Sú ástæðia er nú horfin, en þörfin á andlegri leið-

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.