Árdís - 01.01.1936, Side 28

Árdís - 01.01.1936, Side 28
26 þá gleym'.st það sem miöur má vera. en það góða og fallega hefir yfirhöndina. Er heimurinn að stefna í rétta átt? Er nútíðin að 'búa sig undir framtíðina? Er stefnan kristileg? Er kristindómur og mentun að útlbreiðast svo aliir fái betra tækifæri? Eg held það. Það má ekki dæma kristilegt starf og kristindóms útbreiðslu eftir auðu sætunum í kirkjunum. Krists verk er unnið á svo marg- víslegan hátt í daglegu lífi og umgengni. Sönn trú er skilyrði fyrir fögru líferni. Margar ástæður geta verið fyrir því að fólk sæki ekki kirkjur. Séra MoCulloch, ungur prestur, sem kyntist drengjum á stríðstímunum sagði svo: “Kirkjusiðir, reglur og mál, er svo ólíkt því, sem maður venst í daglegn umgengni á strætunum, í búðum, kaffihúsum eða á stríðsvelli. Hver er náungi minn, er aðal atriðið. Þegar prédikað verður á vanalegu, daglegu máli, þegar maðurinn er settur á hærri tröppu en formið, þá verða ekki eins mörg auð sæti í kirkj- unum. Jesús frá Nazaret hélt ekki fast við sérstakar reglur þegar hann kendi. Hann talaði >um innri manninn og bræðralag.” Að þessari stefnu er reynt að vinna, um allan heim'. “Hver er náungi minn?” er verið að leitast við að svara með hjálpsemi af öllu mögulegu tæi. T. d. þekkjum við öll til fjárveitinga þeirra, ier lands- og héraðsstjórnir leggja til hjálpaa- hinum atvinnulausu. — Sannarlega er það hjálp í neyð, þó að mínum dómi væri æskilegra, að fyrirkomulagið væri það, að veita vinnu en ekki peninga. — Einnig mætti nefna ellistyrkinn. Þó hann sé stundum misbrúkað- ur er það fyrirkomuiag eitt hið fallegasta og nauðsynlegasta til að jafna hag eldra fólksins. Svo vildi eg leyfa mén að benda á ræðuna indælu eftir séra B. B. Jónsson í Lögbergi 8. apríl síðastl., flutta á Pálmasunnudag. Telur hann þar upp ihverja tilraunina eftir aðra að sýna að heim- urinn er að vinna á kristilegan hátt, að því að bæta kjör náungans og efla Guðs ríki á jörðu. Á aðra ræðu vildi eg líka benda eftdr séra Jakob Jónsson, um “Trú” sem er birt 15. apríl í Heimskringlu. Og úr því eg er að minnast á Iblaðagreinar má eg ekki fara fram hjá “Litla hvíta húsið í skóginum”, eftir Astu málara. Sú bjart- sýni er eins dæmi. Það er eg viss um að hún lifir, eins og uppá- haldið mitt “Pollyanna”, og breiðir út vermandi, hughreystandi geisla um nágrennið sitt. Nú mætti minnast á nokkur kristileg félög sem hafa náð svo miklu haldi á fólki um allan heim — sem veita hjálp og leiðsögn, þar á meðal Y.M.C.A. og Y.W.C.A.. Þau tilheyra engri sérstakri kirkjudeild, heldur kristninni í heild sinni. Eins er með unglingafé- lögin Boy iScouts og Girl Scouts, sem hafa um hönd aðeins það. sem er kristilegt og fallegt og hafa haft mikil og góð áhrif á dag- legt líf æskunnar.

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.