Árdís - 01.01.1936, Side 34

Árdís - 01.01.1936, Side 34
32 málum og .að hver og einn bindi sig við einhvern góðan f'élagsskap. Hinir eldri verða að ganga á undan í því sem öðru og þá mumi hinir ungu feta í þeirra fótspor. (Hér vildi eg leyfa mér að minnn foreldra á að gefa börnunum sálmabækur í kirkjunni svo þau geti fylgst með söngnum jafnvel þó þau þykist ekkert geta sungið.) Að endingu ætla eg að gefa stutt ágrip af grein ritaðri af Theodore Roosevelt 1917: “Trúarkreddur hafa verið verstu óvinir kristninnar síðan á dögum Fariseanna — en samt má með sanni segja að hver sú bygð sem enga kirkju á hendir til hrörnunar. Þar sem fólk leiðiv hjá sér eða vanrækir sínar kristilegu skyldur er eitthvað stór- kostlegt að. Að sækja guðsþjónustur og vinna að saf'naðarmálum á einlxvern hátt vekur áhuga fyrir vellíðan annara og heldur manni frá eigingirni og sjálfsdýrkun. Lifðu reglubundnu lífi á sunnudaga sem aðra daga. Byrjaðu ekki daginn með því að ganga um alt húsið í morgunslopp og hússkóm, og klæddu þig ekki í sömu ó- breinu fötin og þú varst í alla vikuna ef þú átt önnvir föt. Dríf af verkin sem endilega þurfa að gerast og farðu svo í spari-fötin — farið öll í sparifötin — og farið öil til kirkju. Eg mæli fast með því,” segir Roosevelt, “að hver og einn vinni að safnaðarmálum eða öðrum góðum félagsmálum til þess að sýna trú sína í verkum. Ekki get eg dæmt um það hvort maður verður sáluhólpinn fyrir trú sína eða verkin — en í mínum augum er trúin aldrei einíæg eða virkileg nema að liún sýni sig í verkunum.” “There are loyal hearts, there are spirits brave, There are souls that are pure and true. Then give to the world the best you have And the ihest will come back to you. Give love and love to your life will flow A strength in your utmost need. Have faith and a score of hearts will show Their faith in your word and deed. Give truth .and your gift will be paid in kind And honor will honor meet, And a smile that is sweet will surely find A smile that is just as sweet. For life is the mirror of king and slave ’Tis just what we are and do Then give to the world the best you have And the best will come back to you.”

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.