Árdís - 01.01.1936, Qupperneq 37
35
sem tvístraðir voru út um Pontus, Galataland, Kappadókíu, Asíu
og Bityníu.
Trúboðsferðalag Páls postula er oss einnig kunnugt. Var
það ferðalag mörgum erfiðleikum háð; eins og lesa má í síðari
pistli hans til Korintumanna. “Strit og mæðu, vökur, sult, þorsta
og föstur, kulda og klæðleysi, skipbrot og háska,” varð hann aö
þola.
Enn Páll, ásamt öðrum kennimönnum, hélt áfram starfinu;
aistaðar flutti hann náðarboðskap frelsarans. og söfnuðir voru
stofnaðir um alt land. Heföi hin kristna kirkja ekki haldið álfram
starfinu með slíku kappi, færu enn í dag, svo miljónum skiftir af
mönnum í heiminum á mis við fagnaðarerindi frelsiarans.
Þrátt fyrir margvíslega erfiðleika, fór hin kristna kirkja vax-
andi, og árið 325 er Constantine keisari Rómverja varð kristinn,
lagði hann svo fyrir að kristnin varð gerð að ríkistrú. Gæti maðu:-
ætlað .að í tilefni af þessu myndi andlegur þroski fara mjög í vöxt.
Engin þurfti lengur að leyna trú sinni; ekki var það lengur fang -
elsissök að kannast við kristna trú. En það fór á aðra leið. Frelsið
og vellíðan sem því fylgdi, olli því smásaman að áhugi f'yrir mál-
efninu minkaði. Dofnaði nú trúboðslöngunin, og í nærri 1200 ár
er lítið af frásögnum um trúboðs starfið.
En guð hefir ætíð sína erindisreka; og þó að þessi 1200 ár
væru dimm oe; kölluð myrkra árin (Dark Ages) þá voru samt
margir sem héldu fast við hina sönnu trú. Þrátt fyrir mikla mót-
spyrnu og erfiðleika kornu fram menn svo sem Huss á Þýzkalandi,
Wycliffe á Englandi og Valdensar á Frakklandi. Þessir menn
voru fyrirrennarar Lúters. Var fólkið aðeins að bíða eftir leið-
t.oga, og þann leiðtoga var að finna í Lúter. Kom nú nýtt líf í
kristnina og sú andlega alda stækkaði og breiddist út þrátt fyrir
mótstöðu og erfiðleika.
Árið 1732 var Moravia trúboðsfélagið stofnað; varð forseti þess
Zinzendorf, nafnkunnur fyrir starf sitt. Á þessu sama ári sigldu
trúboðar í fyrsta sinn til St„ Thomas, sem er eyja í
Vestindíum. Næsta ár voru trúboðar sendir til Grænlands:
og: 1734 til Indíana í Bandaríkjunum; 1735 til Dutch G'uiana og
1736 til Afríku. Á tuttugu og fjórum árum voru átján trúboðs
stöðvar stofnaðar. iSézt á þessu hvað mikið einn maður getur
komið í framkvæmd þegar hann helgar Guði líf sitt. Þetta áður-
nefnda trúboðs félag er enn starfandi um mest allan heim.
En það var fátækur drengur á Englandi sem varð leiðtogi
nútíðar trúboðsstarfs. William Carey fæddist árið 1761 í smáþorpi
í Northhamptonshire. Hjá honum kom snemma í ljós lærdóms
löngun og útþrá. Tækifæri til mentunar var lítið, en hann las alt
nem hann náði í, einkum ferðasögur. Sérstaklega ánægju hafði
bann af að kynna sér sögu fjarlægra landa, lifnaðarhætti íbúa