Árdís - 01.01.1936, Page 38

Árdís - 01.01.1936, Page 38
36 þeirra og siðvenjur. Vaknaði nú löngun hjá honum til að breiða út gleðiboðskap frelsarans meðal heiðins fólks. Eftir að hann var skírður, 18 ára að aldri, fór hann að prédika og láta í ljós: þessa löngun sína. En samtíðarmenn hans kærðu sig ltíið um þessa hugsjón hans; prestarnir gerðu lítið úr athugasemdum hans um þetta mál, sem var svo mikilvægt í hans augum. Tókst hon- um samt að stofna til trúboösferðar og lagöi af stað til Indlands 1793 ásamt lækni nokkrum, Thomas að nafni. Carey lærði málið og útlagði svo'biblíuna. Bar þetta verk hans mikinn og góðan ávöxt; þar sem nú hafa flestar eða allar kirkjudeildir trúboðs- félagsskap. En ber oss að þá aðeins að tilkynna boðskapinn heiðingjum einum? Engan vegin! Þegar postularnir hófu starf sitt fóru þeir fyrst og fremst meðal síns eigin fólks. Ber oss því að muna að miðla með bróðurkærleika þeim gjöfum sem náð Cnðs hefir veitt oss, ekki einungis til Kínverja og Indverja, heldur einnig meðal allra sem vér höfum samneyti við. Vér skulum láta oss að kenningu verða söguna um ríku konuna sem gaf fúslega stórfé í trúboðsstarf til Kína, en sá sér ekki fært að gefa vinnu á heimili sínu Kínverskum dreng, sem þráði að umgangast kristið fólk. Jesús sagði: “Hvað sem þér gerið einum af mínum minstu bræðrum gerið þér mér.” Stórt og mikið trúboðsstarf blasir við augum vorum heima fyrir, sérstaklega í smábæjum og út um land. Kona sem ferðasf um að selja Biblíur sagði mér frá sögu um sannan trúboða. Sagan va.r frá British Columbia um konu, margra barna móður, sem hafði kent sunnudagaskóla stöðugt í átján ár og mist úr aðeins einn sunnudag. Vera kann að sumum mæðrum finnist að þær hafi ekki tíma til að efla sinn andlega þroska og séu því ekki færar til að leiðbeina á þennan hátt; enn liver sem er viljugur að fórna lífi sínu í þarfir góðs málef'nis, kemst að raun um að Guð blessar starfið og árangurinn verður margfalt meiri enn von var um. Vér skulum ekki gleyma því að lærisveinar Jesú, útvaldir af sjálfum bonum voru fíestir ómentaðir menn. Kristilegt hugarfar, kær- leikur til náungans og fús vilji megnar mikið. Ber oss einnig að vera vakandi og standa á verði gegn árásum á hið góða málefni. Sterk öfl gera nú vart við sig sem eru að vinna að því að eyði- leggja kristna kirkju. Kommúnistar á Rússlandi og i Kína teljast nú um fjörutíu miljónir, að sögn; rífa þeir, 'þurka út öll trúar- brögð og benna kirkjur. Er það vafalaust sannfæring þeirra að þeir hafi rétt fyrir sér í þessu og leggja líf sitt og eignir í söl- urnar fyrir trú sína. En hvað um okkur sem viljum kallast kristin? Hvað leggjum við í sölurnar? Trúboð til Kína hefir staðið yfir í meira en fimtíu ár, en altaf hefir peningaleysi og mannekla hindrað starfið, en þó helst pen-

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.