Árdís - 01.01.1936, Page 42

Árdís - 01.01.1936, Page 42
40 Ellefta ársþing. Bandalag Lúterskra kvenna hélt þing sitt í Winnipeg 22—25 júní 1935, á sama tíma og kirkjuþingiö stóð yfir. iSeytján félög sendu erindisreka; voru þeir tuttugu og sjö alls. Tvö lélög báðu um inngöngu í Bandalagið: Kvenfélag Hallgríms- safnaðar í Seattle og mætti Mrs. R. Marteinsson fyrir þeirra hönd: og einnig kvenfélag Viíðir safnaðar. Kvenfélagið í Brown, Manitoba, sendi Mrs. Tómasson til að kynna sér afstöðu og starfsvið Bandalagsins, með' því a/ugnamið: að ganga í það. Voru henni veitt full þingréttindi. Nokkuð langur tíma fór í að lesa skýrslur embættiskvenna og nefnda og skýrslur hinna ýmsu félaga. Voru svo settar nefndir til að athuga og undirbúa ýms mál sem voru á dagskrá. Síðar voru mál þau flest afgreidd að mestu leiti óbreytt. Konur sýndu mikinn áhuga f'yrir útbreiðslu á sunnudagaskóla starfinu. Hefir nefndin í því máli starfað með trúmensku og var þeim vottað þakklæti þingsins. Mrs. Oddson (Árborg) og fleiri létu í ljósi að mjög æskilegt væri að nefndin reyndi að stuðla aö því að sunnudagaskóla kortin “ljósgeislar” væru gefin út að nýju, ef hægt væri. Er það óheppilegt að sunnudagaskólar verða að nota að miklu leyti ensk blöð og bækur við kenslu. Útgáfa á “Árdís” heldur áfram með sama fyrirkomulagi og áður. Konur létu í ljósi þakklæti sitt við Mrs. F. Johnson og Mrs. S. Ólafsson fyrir hið mikla og ágæta starf þeirra í þarfir blaðsins. Eins og er kunnugt hefir Mrs. Johnson séð um fjárhagshlið ritsins með miklum dugnaði, en Mrs. Ólafsson um ritstjórn. Er það afar- mikið verk, og vandasamt. Bandalagiö var svo heppið að þær fengust báðar til að lialda áfram því starfi næsta ár. Eitt nýtt mál kom fyrir þingið. Var það í sannbandi við “Ádult Education” sem nú er að byrja að ná fótfestu í þessu landi. Mrs. H. F. Danielson (Árborg) vakti máls á því, að ánægjulegt væri að meiri menning gæti rutt sér til rúms í félögunum. Oft snýst starfið svo mikið 'um peningasöfnun að andleg mál komast naumast að. Það fara fram hjá okkur mörg tækifæri sem nota mætti til uppfræðslu á andlegan og verklegan hátt. Var þessu vel tekið og mikill áhugi kom í ljós. Var að lokum nefnd skipuð til aö sjá um “program” fyrir komandi ár, verður þetta mál nákvæm- lega skýrt í bréfi sem sú nefnd skrifar hverju félagi innan Banda- lagsins; en það er í stuttu máli, verkefni nefndarinnar að semja lista yfir ýms málefni sem taka má til umræðu á fundum — eitt

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.