Árdís - 01.01.1936, Page 43

Árdís - 01.01.1936, Page 43
41 í liverjum mánuði. Verður vonandi skemtilegt að frétta á næsta þingi góðar afleiðingar af þessu fyrirtæki. í nefndina voru skipað- ar: Mrs. S. Ólafsson og Mrs. Ii. F. Danielson (Árborg) og Mrs. naim esson (Langrutli). Þegar að kosningum kom var Mrs. F. Johnson endurkosin forseti. Einnig voru skrifari Mrs. Benson og féiiirðir Mrs. Julius endurkosnar . Til vara voru kosnar: Mrs. 0. Stephensen, vara-forseti; Mrs. G. M. Bjarnason, vara-skrifari og Miss Dóra Benson, vara-féhirðir. Meðráðakonur: Mrs. A. Sveinsson, Mrs. H. J. Leó og Mrs Shaw. Skipa þær konur, sem hér að framan eru taldar, fram- Kvæmdanefnd félagsins. fíamkoman á sunnudagin var í alla staði mjög ánægjuleg; indæll söngur og hljóðfærasláttur. Voru þar flutt tvö ágæt erinui: “íslenzkar frumnerja konur”, eftir Kristínu Ólafsson, var mjög ve! samið og áheyrilegt lof .um dugnað, þrek og fórnfýsi hinna ágæta kvenna sem ruddu hér braut við hlið manna sinna. Datt mér í iiug er eg hafði heyrt erindið að við þurfum engu að síður að vera styrkar, fórnfúsar og ósérhlífnar í baráttunni, því að .þó að við þurfum ekki lengur að berjast við matarskort og óstöðvandi strit, og þó að við höfum öölast meiri þekkingu til að lýsa okkur veginn, pa eru samt þau viðfangsefni sem nú blasa við okkur svo erfið og umfangsmikil, að við getum ekki sigrast á þeim nema taka á því bezta sem, við eigum til. Hitt erindið, sem var flutt af Mrs. Henrickson var yndislega iallega útsett hugvekja til foreldra um uppeldi barna. Þið getið iesið bæði erindi í “Árdísi”. Það að kvennaþingið og kirkjuþingið stóðu yfir á sama tíma og stað olli að sumu leyti óþæginda; var t. d. minni aðsókn aö fundum okkar en hefir verið undanfarin ár; en við urðum aftur á móti aðnjótandi hlunninda og góðrar skemtunar einmitt fyrir það að geta veriö viðstaddar kirkjuþingið. Var þar á meðal sérstak- lega skemtileg og vel undirbúin söngsamkoma á mánudags- kveldið. Eitt sinn f'ór samt illa fyrir okkur vegna þess að við vorum svona þægilega nálægt kirkjuþinginu. Svoleiðis var að það var mál á uagskrá hjá þeim herrunum sem við vildum fyrir hvern mun heyra, svo við afréðum að hafa fundarhlé frá kl. 2.30 til 4, og drifum okkur niður í salinn til þeirra. Þar var þá svo fult af fólki að við máttum setjast út í ystu og fjærstu sætin. En málið sem viö ætl- uðum að hlusta á kom aldrei fyrir þann dag því nefndarálit, því viðvíkjandi, var ekki til búið! iSvo var mikið rætt og talaö um allskonar önnur mál, en það gerði hvorki til né frá hvað okkur snerti því við heyrðum mjög lítið hvort sem var! Svona fór nú sú

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.