Árdís - 01.01.1936, Side 47

Árdís - 01.01.1936, Side 47
45 ætti ekki síður að gera það þetta árið, og það því frekar sem út- gáfukostnaður.inn e,r nú töluvert minni heldur en undanfarin ár. Bn þess ber að gæta, að það er vegna auglýsinganna, sem í ritinu eru, að það ber sig. 'Hafa margir orðiö vel við þvtí, að gefa ritinu auglýsingar og 'þar á meðal mörg kvenfélög. Þökkum vér nú kær- lega öllum sem styrkt hafa ritið með auglýsingum. En salan hefir ekki verið nógu mikil ennþá og þarf að vaxa og liún ætti að geta vaxið, ef vér Bandalagskonur erum nógu samtaka að koma þvi út. Vér getum allar verið vissar um, að ritið á það fyllilega skilið að vera keypt og lesið og peningunum, sem fyrir það eru látnir, er vel varið. Það var talað um það á síðasta þingi, að félagið efndi til ein- hverskonar samkepni, helst í einhverri handavinnu. Var fram- kvæmdanefndinni falið það mál. Hefir nefndin reynt að koma þessu í framkvæmd og hepnast það að nokkru leyti, eins og frarn mun koma á þessu þingi. En í þetta sinn hefir þátttakan ekki orðið eins almenn, eins og æskilegt væri og er það heldur naum- ast von. svona í fyrsta sinn . Eru miklar ilíkur til að hún verði al- mennari næst. Öll málefni Bandalags lúterskra kvenna eru nú í höndum þess þings, sem hér er sett. Eg veit að við viljum allar gera það. og það eitt, sem við höldum að sé málefni félagsins og sérstaklega málefni kristinsdómsins vor á meðal fyrir beztu. Með því hugar- fari veit eg að alt muni vel ganga og við getum allar verið örugg- a,r. Eg þakka fyrir ágæta samvinnu á árinu sem leið og á undan- förnum árum, og eg bið Guð að leggja blessun sína yfir þetta árs- þing Bandalags lúterskra kvenna. Winnipeg, 22. júní 1935. Guðrún Johnson

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.