Árdís - 01.01.1936, Side 48

Árdís - 01.01.1936, Side 48
46 Mentamál vorra breytilegu tíma Erindi flutt á þingi B. L. K. 1936. Eftir Guðrúnu Bíldfell Þegar eg var beðin að tala hér fáein orð, var mér það í sjálfs- vald sett um hvað eg talaði. Eg hefi valið mér að umtalsefni: Mentmál vorra breytilegu tíma. Það hefir þá tvo kosti sameinaða., að vera ákveðið efni, en leyfa samt nægilegt svigrúm. Mentamál nútímans eru þýðingarmeiri en flest annað, og því sannarlega þess virði að þeim sé gaumur gefin. Ef nokkrir einstaklingar — menn og konur væru spurðir hvað mentun væri, yrðu svörin að öllum líkindum jafnmörg og þeir sem spurðir væru. Sumir mundu svara að hún væri “skólaganga”, aðrir að hún væri “undirbúningur undir það að afla sér viður- væris”. Sumir að hún væri “aukin þekking”, aðrir að hún væri ‘‘æfing til starfa og athafna”, og enn aðrir að hún væri “andlegur þroski.” Þrátt fyrir það þótt þessi svör séu öll að nokkru leyti rétt, þá er samt ekkert þeirra fullkomin skýring á því, hvað mentun sé í raun og veru. Orðið mentun eða réttara bugtakið er miklu yfir- gripsmeira. í hinni þrengri merkingu þýðir mentun þá þroskun sem veitir hverjum einstaklingi fylstu möguleika til þess að geta lifað ham- ingjusömu og nytsömu lífi. í víðari merkingu þýðir hún það. að núverandi kynslóð í heild sinni megi ekki einungis hagnýta sjálfri sér þær mikiu framfarir sem hún hefir erft! frá liðinni tíð, heldur einnig skila beim arfi í bendur komandi kynslóð, auknum og dýrð- iegri. Með öðrum orðum haldi áfram á vegi sannrar siðmenning- ar. Mentamál í heild sinni hafa á síðari tíð tekið svo miklum þroska í ýmsar áttir, að engan hefði dreymt um slíkt fyrir hundrað árum. Þau liafa orðið svo margbreytt og þýðingarmikil, að þau snerta nú svo að segja allar greinar og allar rætur mannlegs lífs og eru gædd því afli og þeim áhrifum, sem ráðið geta stefnu og straumum alls ‘þjóðlífsins. Það er nauðsynlegt að gera sér greiu fyrir þessum áhrifum mentunarinnar bæði að því er snertir nútíð ng einstaklingana, og ekki síður framtíðaráhrifin á þjóðfélagið í heild sinni. Aðeins með því að bera þetta hvortveggja saman er hægt að ræða málið þannig að til nokkurra nota geti leitt. Það væri grunnhyggni ein að halda því fram, að heimurinn, eins og vér nú þekkjum hann, sé gerbneyttur frá því sem hann var á nítjándu öldinni. Vér erum að byrja að gera oss grein fyrir því að breytingarnar halda áfram — að stöðugar breytingar eru óum- flýanleg náttúrulög. Uppeldi og mentun sem miðuð er við kyr- stöðu, og stóð bundin við sérstakt ákveðið fyrirkomuiag, verður ó-

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.