Árdís - 01.01.1936, Page 49
47
fullnægjandi til þess að ráða gátur komandi tíma, og mæta breyt •
ingum hins nýja heims.
Sá tími er liðinn þegar menn og konur unnu alt með handafli i
heimahúsum; vélarnar hafa nú komið í stað handanna, og hefir
því framleiðslan fyrir afli rafmagns og gufu ótalfaldast. Flutn •
insghraði og verzlun hafa aukist að sama skapi; viðskifti, sem
áður voru aðeins héraða á milli, ná nú yfir víða veröld og vaxa
cðfluga ár frá ári.
Þessar framfarir hafa breytt lifnaðarháttum vorum. Fjöl-
mennar borgir hafa risið upp þar sem eru miðstöðvar verzlunar
og vöruframleiðslu. Af þessu hefir fæðst nauðsyn til allskonar
skipulags á öðrum grundvelli en áður þektist, bæði að því er snertir
heilbrigði, húsaskipun og fleira. Þá má nefna stórkostlegar breyt-
ingar sem af þessu hafa leitt að því er snertir verkalaun, vinnu■■
tíma og aðbúnað verkafóiks. Af þessu hefir 'það ennfremur leitt
að óhjákvæmilegar breytingar áttu sér stað í trúarmálum, stjóm-
arfari og hugarfari fólks að því er líf'sskoðanir og mentun snerti.
Á Bnglandi hafa mestar breytingar í mentamálum átt sér
stað síðan 1870. TJpp að ,þeim tíma mátti heita að einungis hinar
svokölluðu hærri stéttir nytu nokkurrar mentunar; fór þá öll
kensla fram í skólum sem voru eign vissra manna eða vissra stétta,
og svo í skólum kirknanna. Latína og gríska voru þær fremstu
námsgreinar, og heldri manna synir einir nutu kenslunnar. Kensla
' ’ðnaði eða hagkvæmum fræðum var veitt af einstökum mönnnm
sem létu nemendurna vinna kauplaust svo árum skifti; slikt nám
var skoðað sem atvinna en ekki mentun.
Fyrirkomulag líkt þessu gæti ekki staðist og mætt kröfum
nútímans. Breytingarnar hafa verið hraðfara en samt er þörf á
þeim ennþá meiri.
í bók eftir menn sem heita Washburn og Steame — er kom-
ist að orði sem hér segir:
“Það er satt að skólarnir í Vesturheimi hafa tekið miklum
breytingum á síðastliðnum fimtíu árum. En samt bafa menta-
^arfir bamanna breyst með ennþá meiri hraða. Áður fyr va’-
kent að lesa, skrifa og reikna; svo náði kenslan lítið lengra. En
utan skóignna lærðu börnin sjálfsábyrgð, sjálfstæði og hugrekki.
Nú er ætlaðst til að á skólunum sé þetta alt kent, og samt furðum
vér oss á því að gamla aðferðin skuli ekki duga.”
Það voru aðallega stjórnmála áhrif sem komu því til leiðar að
skólar voru stofnaðir því þegar atkvæðisréttur var lögleiddur var
bað óhjákvæmilegt að uppfræða fólkið sem nú átti að taka þátt í
stjórnmálunum; annars var ekki líklegt að atkvæðagreiðsla yrði
bygð á þekkingu né skilningi.
Þessar breytingar hófust á Englandi um 1870 eins og fyr er