Árdís - 01.01.1936, Síða 50

Árdís - 01.01.1936, Síða 50
48 getið. Þrátt fyrir það 'þótt fé væri veitt kirkjuskólum 1833, þá var það ekki fyr en 1870 sem hægt er að telja að nokkrar verulegar breytingar hafi átt sér stað að því er mentamálin snertir. Voru þá fyrst stofnaðir alþýðuskólar með stjórnarstyrk og eftiriiti. Með þeirri hreytingu hafði stjórnin viðurkent þann sannleika a‘ mentamálin heyra til þjóðinni í heild sinni. Vér göngum nú út frá því sem sjálfsögðu að stjórnir beri ábyrgð á mentamálunum, en samt eru ekki nema 65 ár síðan sú viðurkenning fékst á Englandi. í Vesturheimi bar minna á stéttaskiftingunni á frumbýlisár- unum en í hinum eldri löndum. Þar voru því skólar og aðrar mentastofnanir óháð fornum venjum og föstum reglum. ISiamt voru skólarnir þar mjög sniðnir eftir ensku fyrirmyndinni og kensla að mestu ieyti bundin við latínulestur og annað bóknám Stefnan í mentamálum bæði á Englandi og í Vesfcurheimi hefir þó aðallega verið sú að veita sem flestum tækifæri til náms, án tillits til auðs eða stétta. Framfarirnar á síðari árum hafa verið afar hraðstígar. Þegar atkvæðisrétturinn var veittur alment leiddi hann beinlínis til ó- keypis mentunar og skólagöngu fyrir alla. En þegar svo var komið að alþýðan tók skynsamlegan þátt, í landsmálunum, þá var þess ekki langt að bíða að þjóðveldishug- myndirnar ruddu sér til rúms innan skólanna sjálfra. Kom þetta fram á ýmsan hátt t. d. þannig að stúdentar mynduðu með sér félög sem þeir stjórnuðu sjálfir, og réðu auk þess að ýmsu leyti fyrirkomulagi skólanna og vissum hliðum skólalíf'sins. Til eru jafnvel skólar, sem það hafa reynt að veita nemendum svo að segja fullkomna sjálfstjórn. Hugmyndin er sú .að nemendur sem verið er að búa undir borgarastöðu í mannfélagi með fullkominni sjálfstjórn verði að læra það á skólaárunum að stjórna sér sjálfir— verði að lifa undir svipuðu fyrirkomulagi þar eins og þeir eiga í vændum í mannfélaginu síðar, og læra það á skólaárunum, að ábyrgð fylgir frelsi. Tilraunaskólar í þessum skilningi eru nú í ýmsum löndum Evrópu. Skólaáhrifin hafa einnig vakið og glætt þá stefnu að allar þjóðir jarðarinnar eigi og verði að taka saman höndum í fjármál- um og verzlun. Tvær eru þær námsgreinar sem mikil áherzla er iögð á nú á tímum, þótt þær séu báðar kendar í breyttri mynd frá þvf sem áður var: 'þær eru landafræði og mannkynssaga. Þessav greinar eru kendar með því augnamiði og á þann hátt að búa þjóðirnar og einstaklingana undir nýtt líf í nýjum heimi. Almenn vísindi sem nú eru kend í skólum skiftast aðallega í tvo flokka; annar fjallar um heilsu og hreinlæti; hinn um nothæfa sálarfræði. Læknar og hjúkrunarkonur gera margt og mikið til

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.