Árdís - 01.01.1936, Page 51

Árdís - 01.01.1936, Page 51
49 þess aö glæða þekkingu fólks á eðlislögun og byggingu mannlegs líkama; skýra fyrir því orsakir veikinda og sjúkdóma og kennn því að forðast þá og byggja upp sem bezt og styrkja þau öfl sem nauðsynlegust eru til varðveizlu heilsu og hreysti, þannig er fólki kent um nytsemi ljóss og lofts, skaðsemi sýktra tanna, verndun augnanna o. s. frv. Einnig eru þá kendar h'kamsæfingar sem mjög eru heilsustyrkjandi, séu þær skynsamlega um hönd hafðar. Nothæf sálarfræði í skólum er tiltölulega ný grein; hafa þau vísindi orðið til þess að ibarninu er meiri gaumur gefinn en áður var, tillit er tekið í öllum efnum til hinna ýmsu hæfileika og sálariegra sérkenna; eftir því er komist sem nákvæmast hvar og í hverju barninu sé ábótavant og reynt að ráða bót á því. Þetta á við i öllum deildum skólanna að nokkru leyti en lang helzt og aðallega í fyrstu deildum. Er hér um stórmerkilegt atriði að ræða sem lilýtur að leiða til mikilla umbóta. Það var ítalskur kvenlæknir, dr. Marie Montessori, sem öðrum fremur beitti þessari aðferð með góðum árangri. Hafði liún sýnt framúrskarandi snild í því að eiga við vansköpuð og farlama börn; aðferð þá sem hún notaði við þau viðhafði hún síðar í ungbarna- skóium (kindergarden) ; gjörbreytti hún með því allri aðferö sem þar hafði tíðkast áður, og bygði aðferð sína á þeirri hugmynd aö börnin lærðu af reynslunni — lærðu það sem þau áttu að gera með því að reyna að gera það. Margir fetuðu í fótspor hennar og er þessi aðferð nú notuð víða með hinum bezta árangri. Aðal erfiðleikinn við það að fylgja aðferð hennar, er sá að stundum verður tæplega dregin lína milli frjálsræðis og stjórnleysis. Oft er þessari aðferð einnig fundið það til foráttu að hún leiöi af sér léttúð og leikfýsi, óhlýðni og skort á reglusemi. En hins vegar er benni talið til gildis að hún skapi sjálfstæði og áræði sem ekki "æti átt sér stað á annan hátt. Enda þótt framfarir í stjórnmálum og vísindum hafi lxaft stór- kostleg áhrif á mentamálin og skóiana. þá hefir annað afl látið •'bærilega til sfn taka á síðari árum — það er peningavaldið. A frumbýlings árunum í Vesturheimi var skólahérað stofnað og skólahús bygt í hverri einustu bygð begar frumbyggjarnir höfðu komið sér á laggirnar. Eitt fyrsta framfaraspor hvers héraðs vo- bað að bvgiria skólahús og ráða kennara. En gallinn var sá að við þa,ð var látið sitia. Það var ekki einungis talið fyrsta sporið. heldur einnig það síðasta. í stað þess að hér væri um verk að ræða sem breyta ætti á ýmsan hátt. þá var numið staðar og sama leiðin gengin upp aftur og aftur. Þegar háskólarnir voru stofnaðir var stórt spor stigið á leið montamálanna, en þeir gátu aðeins orðið fáum að notum og verðn okki hér til umræðu. Það eru einungis alþýðuskólar og miðskólar sem eg minnist á. Nú hefir kreppan þrengt að skólunum og leitt það af sér að

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.