Árdís - 01.01.1936, Síða 52
50
mentamálunum hefir verið minna sint en áður, sökum þess að fé
skortir. Þeir sem skoða mentunina eins og einn þáttinn í frjálsu
og.lieilbrigðu þjóðlífi, sem áhrif hafa á réttarfar, einstaklingsfrelsi,
o. s. frv., gera sér grein fyrir því hversu hættulegt það er að skera
það við neglur sér sem fram er lagt til mentamálanna.
Herkostnaður eykst ár frá ári; fé sem eytt er í annað svo sem
tóbak, áfengi og annað óþa-rfa er ekki sparað, og þegar féð sem til
mentunar er varið er borið saman við þetta þá er það tiltölulega
lítið.
Árið 1930 var $1,959,000 eytt í leikhús í Manitoba, en ekki
nema $1,755,431 til miðskólamentunar. Allur kostnaður fylkisins
við 'barnaskóla og miðskóla nam $12,000,000 en jafn mikilli upp-
hæð var eytt í áfengiskaup og veðreiðar. Kreppan hefir þó vakið
menn til alvarlegrar hugsunar um mentamálin eins og fleira og
má ef til vill vænta þess að eitthvað gott leiði af þeim heilabrotum.
Þessi fáu orð hafa aðallega snert málið í heild sinni. Væri
nú fróðlegt að athuga hvaða áhrif heimsbreytingarnar hafa á
skólana í Manitoba. Það er ekkert efamál að breytt mentamála
fyrirkomulag yfirleitt hefir þegar tekið að gera vart við sig í skól-
um vorum og það ábærilega. Þótt það sé ef til vill satt að kenslu-
skráin eins og hún kemur fyrir sjónir ,hafi ekki breyzt til stórra
muna, þá er það víst að róttæk breyting hefir átt sér stað frá því
sem var fyrir 25 árum. Þegar þess eT gætt að bætt hefir verið
við námið heimilisiðnaði, verzlunarfræði og verkfræðilegum vís-
indum.
Mestar breytingar er þó að finna í kensluaðferðum, og hugs-
unarhætti í því sam'bandi. Áherzla er lögð á þær námsgreinar
sem snerta heimsfyrirkomulagið svo sem landafræði, sögu og
náttúru vísindi. Nýlega hefir vaknað áhugi fyrir landa,fræðinni,
og er það skiljanlegt þegar þess er gætt hvernig alþjóða afstaða
snertir vorn eigin hag á ýmsan hátt.
Fyrir tveimur árum komu til Winnipeg hjón frá Geneva —
þau Dr. Zimmern og kona hans. Þau ferðuðust um Bandaríkin
og fluttu þar fyrirlestra um afstöðu eða viðhorf þjóðanna hverrar
til annarar. Lýstu þau undrun sinni þegar þeim var sagt að landa-
fræðiskensla hér endaði í sjöundu deild barnaskólanna. Sögðu
þau að sú grein ætti heima og væri kend í háskólunum í Evrópu
löndunum. Það er líka eftirtektarvert að í fyrra var stofnað kenn-
araembætti í landafræði við háskólann í Toronto.
Nú á dögum er saga aöallega kend með tilliti til stjórnarfars
og félagsmála, en ekki í sambandi við stríð og konunga eins og
áður var. Vitanlega er einungis mögulegt að skoða og skilja mál-
efni vorra daga með því að gera sér gnein fyrir því sem á undan
er gengið, en það verður að skoðast í réttu ljósi.
Það er tiltölulega stutt síðan farið var að kenna náttúruvís-