Árdís - 01.01.1936, Side 54

Árdís - 01.01.1936, Side 54
52 að henni fylgja ekki ,þau áhrif sem nemendurnir verða fyrir við fólagsskap annara nemenda eða kennaranna. Einnig mætti lieim- færa hér hið fornkveðna: “Þekkingar má afla séir í einverunni, en manndómurinn skapast í hringiðu heimsins.” Hér hefir verið bent á breyttar kensluaðferðir, og bá áherzlu sem nú er lögð á námsgreinar sem áður voru að mestu leyti van- ræktar í skólunum. Má í því sambandi ekki gleyma þeim tveimur uppfyndingum sem ennþá hafa tiltölulega lítið verið notaðar við kenslu. Þær verða þó vafalaust meira og meira hagnýttar í þarfir mentamálanna þegar tímar líða fram — eg á við víðvarpið og tal- andi hreyfimyndir. Vér höfum verið ótrúanlega sein að sjá og skilja þau afar miklu áhrif sem víðvarpið getur haft. Það er að vísu notað nú þegar að ýmsu leyti, en miklu minna en vera bæri. Manitoba háskólinn útvarpaði í marzmánuði í vor nokkrum fyr- irlestrum sem einu nafni voru nefndir “Loftskólinn”. Voru þeir um vísindi í iðnaði og jarðyrkju. Tilheyrendur voru beðnir að skrifa ritgerðir um þessi efni og verðlaun veitt fyrir þær ,sem bezt- ar þóttu. Var þetta hið þarflegasta og nýtasta fyrirtæki; sú fræðsla náði til margra og var aðallega fyrir fullorðið fólk. Mentamáladeild Manitoba-fylkis hefir í nokkur undanfarin ár útvarpað ræðum á hverjum kensludegi. Þær ræður eru aðallega fyrir nemendur í 7 til 11 bekk, og í gamræmi við skólastarfið. Eru þessi og önnur svipuð fyrirtæki ágæt eins langt og þau ná, en þau eru ekki nema lítill hluti þess sem hægt væri að gera. Nýlega bauðst mentamáladeildin til þess að lána útvarp og líta eftir því fyrir skóla úti á landi ef hundrað skólar fengjust til þess að taka þátt í kostnaðinum og borga $24.00 hver á ári. Vegna ábugaleysis varð að hætta við alt saman; var það illa farið þvi það hefði að líkindum orðið til uppvakningar og mikils árangurs hefði það haft framgang, og ef til vill leitt til annara nýrra til- rauna. Önnur lönd eru langt á undan oss í þessu tilliti. Mætti þar til nefna Indland. í Bombay var útvarpsfélagi nýlega falið á hendur að setja 500 útvarpstæki í skóla þeirrar borgar. Vér gætum notað útvarpið til aukinnar mentunar miklu meira en við gerum. iHin uppfyndingin sem mjög er nothæf til mentunar er hrieyfi- myndin. Það tækifæri látum við nálega ónotað. Einstöku kenn- ari eða skóli á lireyfimyndavél; má með þeim sýn,a smá hreyfi- myndir. Auk þess fást stundum hreyfimyndir í samlbandi við auglýsingar. Með hreyfimyndunum er undur þægilegt að skýra það fyrir nemendunum sem þeir eru að læra, ef myndirnar eru vel valdar og eiga við efnið. Hér í Canada hefir þessu mjög lítill gaumur verið gefinn enn sem komið er. Á Englandi hefir ein deild póststjórnarinnar tekið upp það ný- mæli að búa til hreyfimyndir og útbýta þeim til mentunar og aug-

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.