Árdís - 01.01.1936, Side 58
56
Testamenti meö góðum stíl voru keypt og send til þriggja skóla,
þar sem kristindóms kensla hefir farið fram og verða þau eign
skólans. Mörg innileg bréf hafa komið frá börnunum sjálfum
þakkandi fyrir hlýleik og kærleik Bandalagsins. Aðallega hafa
þrír skólar: Vogar, Bay End og Hayland haldið uppi með reglu
kristindóms kenslu og ber oss að þakka af hjarta þessum kennur-
um fyrir þeirra dygga starf: Vigdís Sigurðsson, Secilia Halldórsson
og Sigrún ÍGuðmundsson.
Engan kennara var mögulegt að senda 1 fyrrasumar til
Poplar Park, en s.skóla blöð og bækur voru sendar. Þetta hefir
okkur reynst erfitt pláss, mestmegnis vegna þess að engin leiðtogi
fæst til að halda áfram neinu starfi þar. Það er að sönnu
Angliean sunnudagsskóli þar part af árinu en okkar íslenzku börn
sækja hann ekki.
Sumarið 1934 voru tvær stúlkur, Dísa Anderson og Lára
Oleson sendar til Arnes til að kenna og stofna s.skóla. En árið
1935 var engin kennari sendur, en Mrs. H. Sigurdson sem þar á
heima og Thora Oliver sem kendi þar nálægt, héldu uppi s.skóla
að svo miklu leyti sem í þeirra valdi stóð. Vegna þess að þetta
svæði tilheyrir prestakalli hefir nefndin aðeins sent lexíuiblöð og
bækur þegar þess hefir verið æskt.
Uppörfandi bréf frá börnum, kennurum og mæðrum hefi)-
nefndin meðtekiö og lýsir 'þakklæti fyrir. Ein nióðir segir meðal
annars: “Mig langar til að þakka innilega B. L. K. fyrir þeirra
mkila og kærleiksríka verk fyrir börnin hér í bygðinni. Eg er tólf
barna móðir og á svo annríkt að eg hefi lítin tíma afgangs að upp
fræða börnin mín. Þessvegna er eg ykkur svo þakklát f'yrir ykkar
tilraunir til að hjálpa upp á okkur.”
Fjörutíu bréf hafa verið skrifuð og send út á árinu í sambandi
við sunnudagsskóla starfið. Að endingu viljum við þakka öllum
sem greiddu götu Miss Guttormsson í fyrra sumar og sýndu henni
alúð og hlýleik og aðstoð á ýmsan hátt.
Guð er kærleikur; og því að eins megum við vonast eftir að sjá
auglit hans, að við reynum að breyta eftir boðum hans og rétta
hjálparhönd hinum minstu af þessum hans börnum.
Þjóðbjörg Henrickson
Margrét Stephensen