Árdís - 01.01.1949, Blaðsíða 29
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
27
þess þurftu með. Barnahópurinn fallegur, börnin ávalt glaðleg,
sælleg og vel uppfærð. Árin sem þau bjuggu á Gimli voru börnin
ung og heimilisannir miklar, þó virtist svo sem húsfreyjan hefði
nógan tíma til að sinna félagsstörfum utan heimilis. Þau hjónin
bæði voru samhent í að starfa fyrir Lútersku kirkjuna, sem þau
unnu af heilum hug. Elízabet var í mörg ár forseti safnaðar kven-
félagsins Framsókn. — Sérstaklega er mér minnisstæð kirkjusókn
Polsons fjölskyldunnar á Gimli. Mér er sem ég sjái bekkinn þeirra
nálægt miðri kirkjunni að norðanverðu, sem var fullskipaður við
hverja guðsþjónustu. Þar var öll fjölskyldan saman. Líka minnist
ég þess með gleði og aðdáun hvernig að börnin öll sóttu sunnudaga
skóla og eftir að leiðir eldri systranna lágu að heiman sóttu þær
ávalt sunnudagaskólann á Gimli þegar þær komu heim um helgar
þó fullorðnar væru.
Eftir að fjölskyldan flutti til Winnipeg mun Elízabet lítið hafa
gefið sig við félagsskap, en miklum tíma eyddi hún í heimsóknir
til þeirra, sem sjúkir voru á almenna spítala bæjarins. Heimilið
þeirra var þar nálægt og þangað átti hin þreytta móðir mörg spor.
Margur sem þar lá veikur lengri eða skemmri tíma, vinafár og ein-
mana mun blessa hana fyrir nærgætni og hughreistingu, og fyrir
gleðina, sem hún færði með sér inn í sjúkraherbergi þeirra.-
Fyrir mörgum öldum var skráð lýsing hinnar góðu konu, til-
einka ég þau orð þessari áttræðu hetju, sem ennþá er ung í anda.
Hún breiðir út lófann móti hinum bágstadda og réttir út hendurnar
móti hinum snauða. — Hún vakir yfir því, sem fram fer á heimili
hennar og etur ekki letinnar brauð. Börn hennar ganga fram og
segja hana sœla.
INGIBJÖRG J. ÓLAFSSON
Til hvers liíum við ef við gerum ekki tilraun til að gera lífið
léttara fyrir samferðafólk okkar. George Eliot