Árdís - 01.01.1949, Blaðsíða 66
64
ÁRDÍ S
ANNIE HOLO DEWITT
1869 — 1949
Annie Holo Dewitt var fædd í Ottertail, Minnesota árið 1869.
Foreldrar hennar voru Mr. og Mrs. Butler Olson Holo. Þau fluttu
frá Minnesota og bjuggu í mörg ár í Akra-byggðinni. Um það
leyti sem íslendingar voru að hugsa um að taka sér bólfestu i
North Dakota, þá reyndust þessi
hjón þeim mjög vel, og vildu
alt fyrir þá gjöra. Árið 1888 tóku
þau sig upp enn á ný og fluttu
til Mordenbyggðar, og hér í
sveitinni var heimili þeirra ætíð
síðan. Annie sáluga giftist
skömmu eftir að þau komu hing
að Mr. Wm. Dewitt. Hann dó
fyrir nokkrum árum. Börn
þeirra eru þrjú: Oscar Dewitt,
Alliance, Alta, og Violet Ander-
son og Olive Erickson, báðar í
California.
Annie sáluga var trygg og góð
kona. Hún talaði íslenzku dável,
þó norsk væri og sýndist hafa ánægju af því að hlynna að íslenzk-
um félagsskap. Hún var sívinnandi á meðan kraftarnir entust og
þó að margt erfitt mætti henni á lífsleiðinni, þá var hún síglöð
og treysti á mátt hins góða.
Einn bróðir og fjórar systur lifa hana Wm. Holo, Winnipeg,
Mrs. J. A. Campbell, Wales, N.D., Mrs. M. Johnson, Thornhill,
Man., Mrs. I. Huget, Morden og Mrs. J. Cowan, Winnipeg.
Hún andaðist á sjúkrahúsinu í Morden eftir stutta legu 13.
apríl 1949 og var jörðuð í íslenzka grafreitnum. L. T. G.
Annie Holo Dewili