Árdís - 01.01.1949, Blaðsíða 9

Árdís - 01.01.1949, Blaðsíða 9
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 7 Konurnar tóku þessu með þögn kynslóð eftir kynslóð og voru ánægðar með að slíta út kröftum sínum í skjóli og skugga eigin- manna sinna. Engin landslög né landsvenjur gátu þó meinað þeim að hafa sitt áhrifavald í kyrþey. — Áhrif kvenna hafa verið sterk og víðtæk þó blöð sögunnar segi fátt um slíkt. Stundum voru þau áhrif allt annað en bætandi. — Við játum það fúslega að bál ófrið- ar og misskilnings hafa geysað um mannanna bygðir í mörgum tilfellum fyrir áhrif kvenna. í okkar eigin fornsögum könnumst við vel við mörg dæmi til að sanna það. Hildigunnur átti sinn stóra þátt í Njálsbrennu, Guðrún ósvífsdóttir í því að Kjartan var veginn. — En hitt er satt að áhrif kvenna til góðs eru mikil. t gegnum alla mannkynssöguna hafa þau verið djúp og undursamleg þar sem um göfugar konur er að ræða. — Endurtek ég því þá stað- hæfingu að frá upphafi hefir áhrifavald kvenna verið sterkt afl á bak við framkvæmdir karlmanna áður en þær vöknuðu til með- vitundar um að þeim bæri jafnrétti á öllum sviðum og einnig síðar. Mörgum okkar er það í minni þegar sá tími var að vitskertum karlmönnum og öllum konum var meinaður réttur til að greiða atkvæði. Við munum líka hvernig talað var um konurnar, sem börð- ust fyrir jafnrétti kvenna á því sviði. — Satt er það að stundum notuðu þær litla dómgreind í aðferðum sínum enda var um þær talað eins og þær sem voru „óalandi og óferjandi“. Loks var hin réttmæta krafa veitt. Frelsið í öllum löndum á ýmsum starfssvið- um hefir aukist ár frá ári — á hinu veraldlega starfssviði stækkar sviðið árlega. — Konum er leyft að starfa við hlið karlmanna, þær sönnuðu og sýndu það á stríðsárunum að þeim varð engin skotaskuld úr að fylla stöður þeirra manna, sem fóru á vígvöll. Konan hefir tækifæri á því sviði að sýna hvað í henni býr. Hafi hún einbeittan vilja og hæfileika til að sækja fram er sigurinn vís. En því miður virðist einnig sem að nú sé opin og auðfær leið fyrir konuna að hrapa niður ekki síður en karlmennina. Kvenþjóðin þarf að vakna til meðvitundar um að frelsið er ekki einhlýtt, það frelsi sem getur orðið þeim sem fjötur um fót. — Konan verður að opna sál sína fyrir þeim áhrifum sem gefa henni þrek til að halda merkinu hátt — til að halda áfram upp á við og beita öllu sínu áhrifavaldi í þá átt. Þeir straumar liggja frá kirkju Krists sem vill breiða arma sína og býður starfssvið öllum þeim konum sem hún nær til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.