Árdís - 01.01.1949, Blaðsíða 39

Árdís - 01.01.1949, Blaðsíða 39
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 37 úr húsi norður í Grund“ eða þá, „suður í Skógarnes". Og margir minnast þess hve gaman var að æfa leiksýningarnar. Hér voru sýndir; Vesturfararnir, Skuggasveinn, Syndir annara og mörg önnur stór leikrit. Þannig varð starfsemi kvenfélagsins til að fjörga félagslífið, og fólkið, sem skemti hafði bæði gagn og gaman af þessu. Enn er þessari starfsemi haldið uppi af kvenfélaginu í Mikley. — Á síðastliðnum tíu — tólf árum hafa margar fjölskyldur flutt burt af eynni, ekki vegna flæðis í þetta skipti, heldur vegna þess, að Kyrrahafsströndin hefir dregið til sín fólk úr mörgum byggð- um íslendinga með einhverju óskiljanlegu seiðmagni. En byggðin nær sér aftur; fólki líður hér yfirleitt vel. Hér hefir enginn orðið auðugur; á hinn bóginn hefir fólk ekki liðið skort. Hér þurfti eng- inn að þiggja atvinnuleysisstyrk á kreppuárunum. Fiskiútvegurinn hefir verið aðal atvinnuvegurinn; skógurinn og myllan hafa komið eyjarbúum vel. Þar að auki er landbúnaður stundaður í smáum stíl, þótt hann sé erfiður, vegna þess að heyin verður að sækja á graslöndin vestur á eyjunni en þar er ekki hægt að búa vegna flæðis áhættu. Tveir skólar eru hér; í öðrum er kent upp í ellefta bekk. — Síminn var lagður hingað fyrir 30—35 árum. Útvarpsviðtæki eru á flestum heimilum. Póstur tvisvar í viku, með honum er ferðast á þrem kl.st. til Riverton. Bilfær braut hefir verið lögð þvert yfir eyjuna. Ef mikið liggur á, er hægt fyrir læknir frá Riverton að komast hingað á liðugri kl.stund. Hann ekur á bíl ofan að ósunum; þar bíður hans vélbátur og flytur hann yfir ósanna, sem eru um mílu á breidd. Vestan á eyjunni bíður bíll, er flytur hann þvert yfir eyjuna hingað. Á veturna er ekið á bílum eftir vatninu og þá er ferðin til Riverton eða til járnbrautar um kl.stund. Að þessu athuguðu er ekki hægt að segja með réttu að byggðin sé einangruð eða úr sambandi við umheiminn. Þó hefir það verið óánægjan með samgöngurnar, sem hefir komið mörgum til að flytja héðan. En miklir útflutningar hafa átt sér stað tvisvar áður í sögu Mikleyjar, um 1880 og skömmu eftir aldamótin. Því fólki, sem eftir er þykir vænt um eyjuna sína fyrir náttúrufegurð hennar og frið- sæld og fyrir þær minningar sem við hana eru tengdar. Það treystir á framtíð Mikleyjar og veit að þess verður ekki langt að bíða að skörðin fyllast á ný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.