Árdís - 01.01.1949, Blaðsíða 38
36
ÁRDÍS
og það líkar mér vel“. Séra Sigurður Ólafsson þjónaði Mikleyjar-
söfnuði mörg ár og var dáður af öllum fyrir ljúfmensku sína.
Kirkjan var byggð úr sandsteypu og það byggingarefni gafst
ekki vel, hún var því rifin og þessi kirkja reist 1928. Séra Rúnólfur
harmar það að gamla kirkjan var ekki látin standa sem minnis-
merki, og það gjöra fleiri. „Andi frumbyggðarinnar speglaði sig
þar“, ritar hann. „Það var eitthvað þar sterkt og hreint“.
En þessi kirkja, sem við nú erum í, er líka falleg og hún er
miklu stærri en sú gamla. Forseti kirkjufélagsins, séra Kristinn K.
Ólafsson, vígði hana 21. ágúst 1938. Margir prestar kirkjufélagsins
voru viðstaddir og héldu hér prestafund. Ári síðar var kirkju-
þingið haldið hér og þótti þingmönnum það æfintýralegt að sigla
nú í fyrsta sinn á kirkjuþing. Ég hygg að ekki hafi verið ritað eins
mikið um nokkurt þing kirkjufélagsins eins og þetta fimtugasta
og fimta þing þess, og skýri ég ekki frá því frekar.
Ég vil nú minnast lítillega á félagsstörf kvenna. Eina konu
vildi ég fyrst aðeins nefna, en það er ljósa mín, Sólveig heitin Hoff-
man. Þessi þrekmikla kona var margri móðurinn hjálparhella á
frumbýlingsárunum.
Árið 1886, 4. marz, mynduðu 14 konur kvenfélag, hið fyrsta í
Nýja íslandi. Félagið var nefnt „Undína“. Þegar 40 ára afmæli þess
var haldið hátíðlegt 1926 var aðeins ein stofnendanna á lífi: Mar-
grét Tómasson á Reynistað. Árið 1898 stofnaði kvenfélagið lestrar-
félag og gaf því nafnið, Morgunstjarnan. Fyrsti bókavörður þess
er enn á lífi: Kristjana Thordarson í Winnipeg, síðar varð Páll
heitinn Jakobsson bókavörður og hefir safnið verið á Steinnesi
jafnan síðan, en það var almenningseign strax á öðru ári félagsins.
Kvenfélagið var stofnað í þeim tilgangi að líkna bágstöddum
en síðar tók það á stefnuskrá sína að hlynna að kirkjulegu starfi.
Hér, sem annars staðar, hélt félagið skemtisamkomur til að afla
sér fjár. Byggðarfólk var fengið til að skemta með söng, ræðu-
höldum, upplestrum og leiksýningum. og var þetta góð og upp-
byggileg skemtun. Fleiri félög héldu slíkar samkomur, en venju-
lega var kvenfélagssamkoman bezt, því enginn gat fengið af sér
að neita konunum um að taka þátt í skemtiskrá. Ég man hve við
unglingarnir hlökkuðum til samkomanna og hve við fögnuðum
því þegar samkomu auglýsingin kom; hún var venjulega í opnu
umslagi og utan á það var skrifað: „Auglýsing þessi berist hús