Árdís - 01.01.1949, Page 38

Árdís - 01.01.1949, Page 38
36 ÁRDÍS og það líkar mér vel“. Séra Sigurður Ólafsson þjónaði Mikleyjar- söfnuði mörg ár og var dáður af öllum fyrir ljúfmensku sína. Kirkjan var byggð úr sandsteypu og það byggingarefni gafst ekki vel, hún var því rifin og þessi kirkja reist 1928. Séra Rúnólfur harmar það að gamla kirkjan var ekki látin standa sem minnis- merki, og það gjöra fleiri. „Andi frumbyggðarinnar speglaði sig þar“, ritar hann. „Það var eitthvað þar sterkt og hreint“. En þessi kirkja, sem við nú erum í, er líka falleg og hún er miklu stærri en sú gamla. Forseti kirkjufélagsins, séra Kristinn K. Ólafsson, vígði hana 21. ágúst 1938. Margir prestar kirkjufélagsins voru viðstaddir og héldu hér prestafund. Ári síðar var kirkju- þingið haldið hér og þótti þingmönnum það æfintýralegt að sigla nú í fyrsta sinn á kirkjuþing. Ég hygg að ekki hafi verið ritað eins mikið um nokkurt þing kirkjufélagsins eins og þetta fimtugasta og fimta þing þess, og skýri ég ekki frá því frekar. Ég vil nú minnast lítillega á félagsstörf kvenna. Eina konu vildi ég fyrst aðeins nefna, en það er ljósa mín, Sólveig heitin Hoff- man. Þessi þrekmikla kona var margri móðurinn hjálparhella á frumbýlingsárunum. Árið 1886, 4. marz, mynduðu 14 konur kvenfélag, hið fyrsta í Nýja íslandi. Félagið var nefnt „Undína“. Þegar 40 ára afmæli þess var haldið hátíðlegt 1926 var aðeins ein stofnendanna á lífi: Mar- grét Tómasson á Reynistað. Árið 1898 stofnaði kvenfélagið lestrar- félag og gaf því nafnið, Morgunstjarnan. Fyrsti bókavörður þess er enn á lífi: Kristjana Thordarson í Winnipeg, síðar varð Páll heitinn Jakobsson bókavörður og hefir safnið verið á Steinnesi jafnan síðan, en það var almenningseign strax á öðru ári félagsins. Kvenfélagið var stofnað í þeim tilgangi að líkna bágstöddum en síðar tók það á stefnuskrá sína að hlynna að kirkjulegu starfi. Hér, sem annars staðar, hélt félagið skemtisamkomur til að afla sér fjár. Byggðarfólk var fengið til að skemta með söng, ræðu- höldum, upplestrum og leiksýningum. og var þetta góð og upp- byggileg skemtun. Fleiri félög héldu slíkar samkomur, en venju- lega var kvenfélagssamkoman bezt, því enginn gat fengið af sér að neita konunum um að taka þátt í skemtiskrá. Ég man hve við unglingarnir hlökkuðum til samkomanna og hve við fögnuðum því þegar samkomu auglýsingin kom; hún var venjulega í opnu umslagi og utan á það var skrifað: „Auglýsing þessi berist hús
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.