Árdís - 01.01.1949, Blaðsíða 54

Árdís - 01.01.1949, Blaðsíða 54
52 ÁRDÍ S dreng uppi í fjalli á íslandi, sem eitt sinn fann litla Reyniviðar- hríslu og varð hrifinn af fegurð hennar. Þau hjónin bjuggu á Reynistað til dauðadags. Ég þekkti þau ekki fyrr en ég fór til Mikleyjar til að prédika þar, árið 1900. Mikley varð svo nokkur hluti af prestakalli mínu, í upphafi ársins 1901. Um átta ára skeið þjónaði ég þar og átti ferðir þangað sumar og vetur, og á þeim ferðum gisti ég ávalt á Reynistað. Þangað var gott að koma. Endurgjaldslaust var mér látið alt í té, til að- stoðar, sem unnt var að veita. Helgi var fatlaður maður frá æsku, en með elju og hyggindum ruddi hann sér braut til sjálfstæðis og farsældar. Hann lét jafnvel gjöra bryggju fyrir framan bújörð sína, þar sem skipin, er fóru um vatnsins veg, gátu lent. Ekki voru sérstaklega stór húsakynni hjá þeim hjónum, þegar ég fyrst kom til þeirra. Iveruhúsið var allstórt bjálkahús, með lofti og eitt sérstakt herbergi við suðurstafninn, loftlaust. Áður en Helgi dó var búið að reisa stórt íveruhús. Á heimili þessu var pósthús. Þangað kom ekki einungis fólk úr eyjunni, heldur einnig allmargt ferðamanna að vetrinum, sem voru að flytja fisk eða aðrar vörur. Þau hjónin höfðu annað hús rétt við hliðina á íveru- húsinu, sem stundum var notað til að hýsa gesti, og það voru stundum ótrúlega margir gestir, sem hýstir voru á þessum bæ. Yfir öllu þessu ríkti húsfreyjan og sómdi sér vel með afbrigð- um. Til allrar vinnu var hún ötul og ósérhlífin og stjórnsemi henn- ar var í bezta lagi. Hörð vinna var hlutskipti hennar frá barn- dómi. Manninum sínum veitti hún ómetanlega aðstoð. Erfiði og erfiðleikar setja oft dapra skýlu á menn og konur, en það var ekki tilfellið með Margréti. Fólki, sem kom á heimilið mætti hún með djúpri alúð og björtum fögnuði. Lífið fyrir henni var þrungið af sælu og birtu. Fáa menn eða konur hefi ég hitt á lífsleiðinni, sem eins vel og hún lifðu eftir þessu boði postulans: „Verið ávalt glaðir í Drotni: ég segi aftur verið glaðir. Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd“. Frelsarinn sjálfur birtir oss sömu hugsunina með þessum orðum: „Þannig lýsi ljós yðar mönnunum. Guði helguð sál hefir ljós frá honum“, og sönn, hrein gleði er í því ljósi. Margrét var ljós á heimili sínu, ljós sannfær- ingar um lifandi kristindóm, ljós ánægju í störfum og umhverfi, ljós heitrar elsku til ástvina sinna, ljós hjálpsemi- og velvildar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.