Árdís - 01.01.1956, Side 8
6
ÁRDÍS
Æska og elli
Flutt á þingi Bandalags lúterskra kvenna í Winnipeg, 2. júní 1956
Bftir HRUND SICÚLASON
Frú forseti, félagssystur og gestir:
Frá aldaöðli hefur mikið verið ritað og rætt um æsku og elli.
Er þar ekki um neinn samanburð að ræða, því viðhorf beggja til
lífsins er svo gjörólíkt, en þó svo eðlilegt. Kynslóð eftir kynslóð
hefur viðkvæðið ætíð verið það sama. Ellinni fundist æskan fara
of geyst og alltaf álitið hana á vegi til glötunar. Æskunni hefur aftur
á móti fundist ellin vera þrándur í götu allra framfara, og brigslað
henni um afturhald og gamaldags hugsunarhátt.
Aldrei hefur meira verið rætt um gáleysi og afbrot æskunnar
en nú og það ekki að ástæðulausu. Svo eru vandamál ellinnar um
hvað eigi að gjöra við gamalmennin, þegar starfsþrekið er búið og
ellin hefur yfirbugað þau.
Við skulum í kveld reyna að gleyma þessum vandamálum.
Kasta frá okkur öllum hrakspám og vandræðum og hugsa aðeins
um fegurð æsku og elli.
„Hve glöð er vor æska,
hve létt er vor lund,
er lífsstríð ei huga vorn þjáir;
þar áttum vér fjölmarga inndæla stund
er ævi vor saknar og þráir.
Því æskan er braut og blómin dauð
og borgirnar hrundar og löndin auð,“
segir Þorsteinn Erlingsson. Æskan geymir fegurstu drauma manns-
sálarinnar, drauma, sem lifa áfram í brjóstum þeirra eldri og því
fer ellin til baka. Starfs- og erfiðleikaárin gleymast og í huganum
lifa aðeins eftir endurminningarnar um æskuna, jafnvel þó hún
hafi ekki æfinlega verið rósum skreytt, því „Þar áttum við fjöl-
marga inndæla stund, er ævi vor saknar og þráir“,
Æskan hefur frá aldaöðli verið afleiðing tíma og umhverfis
hverrar líðandi kynslóðar. Stórkostlegar breytingar hafa átt sér
stað síðastliðna hálfa öld í hugsunarhætti og viðhorfi manna til