Árdís - 01.01.1956, Blaðsíða 9
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
7
lífsins og kröfum þess. Æskan hefur ekki farið varhluta af þessum
breytingum. Hún er ekki búin að taka ákveðna stefnu. Hún er
ennþá leitandi eftir hamingju, sem hún hefur ekki fundið. Það
berjast í sál hennar andstæð öfl og hún er ennþá eirðarlaus, vill
vera frjáls og sterk og sigra allan heiminn, en hefur ekki fundið
rétta veginn til lífs og sigurs.
Viðhorf æskunnar til lífsins breytist aldrei. Hún er, hefur verið
og verður alltaf söm við sig. Hugumstór og bjartsýn, en áhyggju-
laus, eigingjörn og sjálfselsk. Jóhannes úr Kötlum yrkir fagurlega
til æsku sinnar samtíðar, er hann segir:
„Vor æska er kjarni hins eilífa draums,
því óskirnar stefna svo hátt.
En framtíðin guðdómleg gáta,
sem gefur hinn sigrandi mátt.
í æskunnar óljósu þrá
hvert einasta fyrirheit var
að sérhverju stórvirki, öld af öld,
en upphafið jafnan þar.“
Kynslóð af kynslóð hafa það verið æskumennirnir, sem mest
hafa barist fyrir stórkostlegustu breytingunum. Örðugleikarnir eru
jafnan svo lítilfj örlegir í augum æskunnar. Ekkert finst henni
ómögulegt.
„Að komast æ hærra, æ lengra til lífs,
er ljóðið í æskunnar streng. —
Og eiga ekki draumarnir allan,
hvern óspiltan, vaxandi dreng?“
Aldrei hefur æskan sett markið hærra en einmitt nú — nú þegar
allir örvænta og hrakspár dynja yfir okkar upprennandi æsku, þá
„hjá æskunni varðveitist tímans tákn, og táknið er meira ljós.“
Nú á að leiða í ljós alla leyndardóma náttúrunnar; vísindunum
miðar óðfluga áfram. Tæknin til að lækna öll mannanna mein, bæði
andleg og líkamleg, eykst ár frá ári. Heilar borgir og bæir rísa
upp svo að segja á einni nóttu, og nú skal byggja brýr og leggja
vegi.
„En loksins hætti æskan að lúta þeirra sið,
sem líta fjærst til baka, en aldrei fram á við.