Árdís - 01.01.1956, Qupperneq 11
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
9
eigingjarnari, heimtuferkari og sjálfselskari en nokkru sinni fyr.
í seinni tíð er farin að vakna meðvitundin um það að hið ótak-
markaða frelsi og agaleysi sé ekki lykillinn að lífshamingju æsku-
lýðsins. Er nú að koma meiri skilningur á, að með góðu eftirliti og
kristilegu innræti sé hægt að leiða okkar lífsglöðu æsku á rétta leið.
Er gleðilegt að vita, að okkar „Sunrise Camp“ hefur í mörg ár
unnið að þessu þýðingarmikla starfi með góðum árangri.
Við vonum og biðjum, að með vaxandi skilningi og þekkingu
getum við leitt æskuna til göfugri hugsjóna. Svo tökum við undir
með Jóhannesi úr Kötlum og segjum:
„Vor syngjandi æska skal sækja fram til sigurs — í þúsund ár.“
„Vor er inndælt, ég það veit,
er ástar kveður raustin.
En ekkert fegra á fold ég leit,
en fagurt kveld á haustin.“
Þannig er æska og elli eins fjarskyld í augum Steingríms
Thorsteinssonar og vor og haust. Allir hlakka til vorsins, því það
boðar sól og sumar. Flestir kvíða hausti því það er fyrirboði vetrar
og í lífi mannsins fyrirboði enda okkar jarðneska lífs. Það er mjög
mismunandi hvernig manneskjurnar líta á komu ellinnar. Sumum
finst það endir alls lífs og fagnaðar; aðrir sjá það sem hvíldartíma
eftir vel unnið starf. Allir vita þó að koma ellinnar er eins sjálf-
sögð og að sól rís að morgni og hnígur að kveldi. Enginn er þar
undan skilinn, ríkur eða snauður, fagur eða ófagur.
„Allir eldast, þreytast,
allra dauðinn bíður.
Allir eitthvað breytast,
er á daginn líður.“
Breyting sú er ellinni fylgir er margvísleg. Þorsteinn Erlingsson
lýsir þeim breytingum á þessa leið: „Höfuðóra, svikna sjón,
sálarkröm og valta fætur.“ Mun þó hugarfar og afstaða hvers og
eins til lífsins vera aðalþátturinn í því hvort ævikveldið verður
bjart og fagurt eða dimt og sólarlítið. Lífið og viðhorf manna til
þess er svo misjafnt.
„Því æskan er braut og blómin dauð,
borgirnar hrundar og löndin auð.“