Árdís - 01.01.1956, Qupperneq 12

Árdís - 01.01.1956, Qupperneq 12
10 ÁRDÍS Vonbrigði, sorg og erfiði gjörir suma sterka, en aðra að óláns- mönnum. Sumir geta sætt sig við kjör sín hvernig sem þau eru, og sjá alltaf það bjarta og fagra; aðrir sjá aðeins bölið og eymdina og sitja svo í myrkri sinnar eigin sálar. Okkur er ljúft að hugsa til elliáranna, ef þau verða sem fagurt haustkveld. Því miður er ævi mannanna misjöfn. Reynsla svo margra sýnir, að þegar ævistarfinu er lokið, kraftarnir að þrotum komnir og heilsan biluð, þá eiga til- tölulega fáir því láni að fagna að vera svo efnalega sjálfstæðir, að þeir geti lifað út af fyrir sig í ró og friði. Mikill skilningur er nú að vakna hjá almenningi um þá nauðsyn, að þjóðfélagið í heild sinni hafi umsjón með ellinni. Hefur það mál lengi verið á dagskrá, og mikið verk er búið að vinna í rétta átt. Þörfin er þó altaf brýn og kröfurnar aukast árlega. Kirkjufélag vort beitir sér nú fyrir stórkostlegum breytingum á Elliheimilinu Betel. Er þar stórt spor stígið, og við biðjum því fyrirtæki Guðs blessunar. Er viðhald Betels bæði þjóðræknis- og velferðarmál. Ennþá eru, og verða í mörg ár enn gamalmenni, sem eiga sinn dýrasta fjársjóð fólginn í því að meiga tala íslenzka tungu. Island á djúpar rætur í hugum og hjörtum landnemakynslóðarinnar, því þó hún sé borin og barnfædd hér, mótaðist sál hennar af þeirri ást, sem foreldrar hennar báru til ættjarðar sinnar. Að breytingarnar á Betel séu velferðarmál, sem alla varðar, er ekki hægt að hrekja. „Enginn veit sína ævina fyr en öll er,“ segir málshátturinn. Og kannske erum við mörg hér í kveld, sem eigum eftir að lifa okkar haustkveld þar. „Er árin færast yfir, vaxa sviði og sár. Með hverri nótt, sem nálgast falla fleiri tár. Því lifa sumir lengur en í hundrað ár?“ segir Davíð frá Fagraskógi. Þetta er ein gáta lífsins, sem aldrei verður ráðin. Því lifa margir í fleiri ár sem örvasa gamalmenni, rúmfastir og hjálparlausir? Þeirri spurningu verður ekki svarað. En á meðan svo er, er aðeins hægt að létta byrði ellinnar með því að sýna henni þá umönnun er hún á skilið og þarfnast. Svo skiljum við við æsku okkar og elli í alföðurs hendi. Megi það verk, sem “Sunrise Camp” er að vinna æsku vorri til heilla, blessast og gefa þann árangur, er til er ætlast. Megi Betel vera griðastaður okkar þreyttu vegfarendum. „Þreytta sál, sof þú rótt. Gefi þér, Guð sinn frið.“ Góða nótt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Árdís

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.