Árdís - 01.01.1956, Side 24
22
ÁRDIS
„Vitnisburður er vopn/y
Eftir MARGRET STEPHENSEN
„Og með miklum krafti báru postularnir vitni um upprisu
Drottins Jesú, og mikil náð var yfir þeim öllum.“
Þannig er versið í postulasögunni um vitnisburð postulanna
um Jesú og kenningar hans. Þeim hafði verið skipað að bera vitni
og útbreiða þær kenningar, og þeim var jafnvel gefið vald að
lækna, því „mikil náð var yfir þeim öllum.“ Þegar postularnir
luku sínu verki að bera vitni um Jesú, tóku aðrir við og vitnis-
burðurinn hélt áfram og þroskaðist öld eftir öld. Einn af lærisvein-
um Jesú var Páll postuli, en jafnvel Páll gerði árás gegn Jesú og
hans prédikun fyrir lýðnum. En þegar Guð snerti hann með sínum
anda og hann snerist, þá varð vitnisburður hans vopn.
Jóhannes skírari kom til að bera vitnisburð um Jesú: „Greiðið
veg Drottins, gjörið beinar brautir hans.“ Hans líf var sjálfs-
afneitun og lítillæti og dauði hans var fórnfærzla.
Jesú kendi mönnum lítillæti, þjónustu, fórnfærzlu, og hann
reyndi að kenna postulunum að konungdómi fylgdi lítillæti og
þjónusta, og sýndi það 1 verkinu með því að þvo fætur þeirra og
innsetja heilaga kvöldmáltíð, og loftherbergið, þar sem kvöldmál-
tíðarinnar var neytt, táknar síðan bæn og þjónustu og þann frið,
sem því fylgir. Guð faðir auðsýndi oss sinn kærleika með gjöf
sonar síns, er Jesú kom og dvaldi hjá mönnum, starfaði, kendi og
læknaði. Hann var með oss í anda og sannleika, og hann er nú
einn með föðurnum, og það samband er óaðskiljanlegt.
Islenzk skáld báru vitni í ljóðum sínum, og fremstur var Hall-
grímur Pétursson með sínum ódauðlegu Passíusálmum, sem aug-
lýstu fyrirgefning og náð aðeins með fórnfærzlu Jesú.
Gegnum mannkynssöguna, frá fyrstu tímum, rennur eins og
rauður þráður orðið: fórnfærzla; eins og mannsandinn hafi altaf
haft þá tilfinning að miðpunktur lífsins sé fórnfærzla. Þetta kemur
svo greinilega fram í Passíusálmum Hallgríms: t. d. „Krossferli að
fylgja þínum, Fýsir mig Jesú kær,“ „Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni; Minn Jesú andlátsorðið þitt, í mínu hjarta
eg geymi“. Hvernig íslenzka þjóðin hefir varðveitt sálma Hallgríms
er vottur þess að vitnisburður er vopn.