Árdís - 01.01.1956, Síða 25
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
23
Vitnisburður Luther’s varð augljós með þeirri bylting, sem
hann hrinti á stað og sem breytti svo mörgu í heiminum, þó aðal-
atriði kristindómsins stæði óhögguð og standi enn. Og hann gaf
oss sinn sálm: „Vor Guð er borg á bjargi traust, Hið bezta sverð
og verja.“
Fleiri íslenzk skáld báru vitni í ljóðum sínum, frumsömdum
og þýddum á íslenzka tungu. Skírnarsálmurinn: „Faðir, sonur og
friðar andi, þýddur af Magnúsi Konferenzráð Stephensen, er lifandi
vottur; og þýðing Jóns Runólfssonar á sálminum „Ver hjá oss,
herra, dagur óðum dvín,“ er hjartfólginn vottur mannssálar um
nauðsynina um samband við Guð sinn, og sá sálmur á heiðurssæti í
vorri sálmabók. Þessir menn báru vitni ósjálfrátt, viðurkendu þörf
mannsandans á sambandi við Guð föður í gegnum Jesú, og koma
Jesú kendi oss mönnum að skilja vorn sonararf og þiggja sambandið
við föðurinn í þeim anda. Jafnvel Jesú sjálfur bar vitni, er hann
rak út úr helgidóminum þá, sem verzluðu þar og misvirtu hið
heilaga hús.
Mikið er talað og hugsað nú á þessum tímum um þá nauðsyn
að undirbúa og verja sig gegn árás með nýtízku vopnum, sem ráðist
geta á mannkynið í jafnvel 5000 mílna fjarlægð. Þetta er mann-
kynssagan frá aldaöðli — þörfin að standa á verði gegn árás. Sú
guðleysis alda, sem geysar yfir hinn þekta heim um þessar mundir,
er hættuleg, og framkallar sérstök vopn. Sá sem hefir verið vor
skjöldur og verja gegnum aldirnar er það vopn. Fyllum kirkjur
vorar og notum alla vora krafta til að byggja upp vörn, sem er
varanleg — vorn kristindóm. Látið vitnisburð ykkar í kristinni
kirkju vera það vopn sem sigrar.
Hugurinn hvarlar til baka og við minnumst þess þegar íslenzkir
landnemar voru að ryðja sér braut og stofna heimili í framandi
landi. Feður vorir og mæður tóku með sér arfleifð sem var dýr-
mæt: trú á eilífan kærleika sem myndi styðja þá og styrkja; þeir
báru vitni með því að stofna söfnuði og byggja kirkjur, og þar
komu þeir saman í trú og tilbeiðslu. Þessa arfleifð höfum við
verndað og ávaxtað.
Postularnir meðtóku Guðs anda í loftherberginu; þeir báru
vitni, létu lífið í fórnfærzlu og eftirskildu okkur sinn vitnisburð í
Guðs heilaga orði. Það er vitnisburður manna, en það stendur
óhaggað, mönnum til eftirbreytni og mannssálum öllum til
huggunar. — Að neita Jesú er að neita almætti Guðs.