Árdís - 01.01.1956, Page 28
26
ÁRDÍS
50ára afmælisveizla Kvenfélags
Árdalssafnaðar
— 28. ÁGÚST 1955 —
Eftir GUÐRÚNU A. ERLINDSON
Herra forseti, félagssystur og gestir:
Við erum hér saman komin í dag til að minnast þess, að nú er
Kvenfélag Árdalssafnaðar orðið fullra 50 ára, og viljum við helga
þessa stund minningu þeirra kvenna, sem hafa varið kröftum sínum
til þess að efla þetta góða fyrirtæki.
Frá fyrstu tíð hafa konur tekið mikinn þátt í kristilegri starf-
semi, bæði í heimahúsum og í kirkju og safnaðarmálum. Flest öll
safnaðarkvenfélög hafa það á dagskrá sinni að styrkja kirkju sína
og öll kristindóms og velferðarmál eftir megni, og að líkna bág-
stöddum bæði fjær og nær. Hefur okkar félag ekki verið eftirbátur
annara félaga í þeim efnum. Þegar litið er til baka yfir farinn veg
streyma fram úr djúpi minninganna ýmsar myndir skýrar og
bjartar, sem mótað hafa eitthvað dýpra í sálarlíf okkar.
Þann 2. apríl 1905 boðuðu nokkrar konur til fundar í félagshúsi
Árdalsbygðar. Á þeim fundi var Kvenfélag Árdalssafnaðar stofnað.
Stofnendur voru 19 að tölu. Nöfn þeirra eru þessi:
Hólmfríður Andrésdóttir (Mrs. Tryggvi Ingjaldson)
Guðrún Benjamínsdóttir (Mrs. Stefán Guðmundsson)
Ása Einarsdóttir (Mrs. Metúsalem Jónsson)
Steinunn Jónsdóttir (Mrs. Thorarinn Stefánsson)
Kristjana Benediktsdóttir (Mrs. Pétur Magnússon)
Guðleif Árnadóttir (Mrs. Jón Hornfjörð)
Elízabet Hallgrímsdóttir (Mrs. Thorsteinn Hallgrímsson)
Solveig Jónsdóttir (Mrs. Árni Bjarnason)
Ólöf Ingólfsdóttir (Mrs. Eiríkur Jóhannsson)
Sesselja Sveinsdóttir (Mrs. Gunnlaugur Oddson)
Ragnheiður Gísladóttir (Mrs. Jón Geirson Gunnarsson)
Margrét Eiríksdóttir (Mrs. Preece)
Valgerður Þórðardóttir (Mrs. Árni Thordarson)
Vilborg Jónsdóttir (Miss Vilborg Jónsson ,,Framnes“)