Árdís - 01.01.1956, Page 33

Árdís - 01.01.1956, Page 33
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 31 í sambandi við kirkjustarf hafa félagskonur gert sinn skerf í að efla söngflokk safnaðarins. Sérstaklega viljum við minnast félagskonunnar, sem lengst hefur verið organisti kirkjunnar. Hún hefur gefið mikið af sínum tíma og kunnáttu, valið viðeigandi og fagra kórsöngva, æft söngflokkinn og annað söngfólk, sem hefur skemt okkur með söng við ýms tækifæri. Við þökkum þetta starf. Kórsöngur er dýrmætur þáttur við allar guðsþjónustur. Árlega er gefið til heiðingjatrúboðs og heimatrúboðs — The World Lutheran Action. Til Jóns Bjarnasonar skóla meðan þess var þörf. Til Betel, með fé úr sjóði og með samskotum, sem félagið hefur gengist fyrir. í útvarpssjóð, Red Cross, glaðning til hermanna á stríðsárunum, Canadian Needy Childrens Fund, Dental Clinic, í sjóð kennarastólsins í íslenzkum fræðum við Manitobaháskólann. Á þessu síðasta ári lagði félagið $200.00 1 byggingarsjóð fyrirhugaðs samkomuhúss Árborgar. Frá því sjúkrahúsið var byggt hér í Ár- borg 1950 hefur félagið styrkt það á margan hátt með peninga- gjöfum og vinnu. Þrjár félagskonur vinna í sérstakri sjúkrahúss- nefnd, sem í eiga sæti fulltrúar hinna ýmsu kvenfélaga byggðar- innar. í félagi við safnaðarkvenfélag Víðir og Geysir kostaði það innréttingu á einu herbergi sjúkrahússins. Síðast en ekki sízt af óskabörnum félagsins eru Sumarbúðir Bandalagsins. Mun það hafa verið Mrs. Ingibjörg J. Ólafsson, sem var upphafsmaður að þeirri hugmynd. Var henni fyrst hreyft á fundi í Árborg. Var Mrs. Ólafsson þá forseti félagsins. Sem önnur félög innan Bandalagsins hefur þetta félag lagt eftir getu til Sumarbúðanna og þráir að sjá sem mestan og heillavænlegastan árangur af því starfi. Svo langar mig með fáum orðum að minnast prestskonanna okkar: — Mrs. Helga Bjarnason var meðlimur Kvenfélagsins í kringum 20 ár. Hún var og er enn svo fríð ásýndum og framúrskarandi prúð í allri framkomu. Stjórnsöm heimilismóðir, og tók einlægan þátt í öllu starfi Kvenfélagsins. Mrs. Ingibjörg J. ólafsson var forseti félagsins í mörg ár. Skapfesta hennar og viljaþróttur átti sinn þátt í því að gjöra hana að leiðtoga hvar sem starfssvið hennar var. Undir hennar hand- leiðslu var okkur gefinn styrkur til að leggja okkar beztu krafta fram til að styrkja kirkju vora og allan kristilegan félagsskap.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.