Árdís - 01.01.1956, Page 42
40
ÁRDÍS
minnast þess, að nú hefjast fundir með því að sunginn er sálmur eða
forseti les bæn. Fundum er slitið með því að lesið er Faðir vor.
Líka hefir félagið breytt til með starfsaðferðir. Nú heldur félagið
árlega útsölu á hannyrðum (Bazar), ásamt ýmsum öðrum fyrir-
tækjum.
Á síðustu árum hafa nýir meðlimir gengið í félagið, sem ekki
skilja íslenzku, var því nauðsynlegt að gera þá breytingu, að nú
fara allir fundir fram á ensku máli.
Nú er minni þörf en áður var á hjálp til einstaklinga, svo að í
seinni tíð hefir félagið gefið dágóða peningaupphæð til safnaðarins
árlega.
Hér að framan hef ég reynt að skýra frá starfsemi félagsins,
en þó er margt óupptalið. Oft hefir félagið átt við ýmsa örðugleika
að stríða, en ég er viss um að konurnar hafa ekki fundið mikið til
þess. Áhugi þeirra fyrir góðu málefni gerði erfiðið létt. Drottinn
hefir blessað starfið, og þó félagið hafi ekki haft yfir miklum
peningum að ráða, hefir altaf verið nóg fyrir hendi til að hjálpa
og gleðja þá sem bágt hafa átt.
Við minnumst þeirra kvenna sem stofnuðu félagið með þakk-
læti og virðingu og dáumst að dugnaði þeirra og sjálfstæði að halda
því við í gegnum hin erfiðu frumbýlisár. Þakklæti okkar nær einnig
til hinna fátæku kvenna, er seinna bættust við í hópinn og störfuðu
með honum í mörg ár að viðhaldi og velgengi félagsins. Nú eru
allar þessar konur gengnar til hinnar hinuztu hvíldar. Guð blessi
minninu þeirra.
Að endingu óska ég félaginu okkar allrar blessunar. Megi það
iifa og starfa í mörg ókomin ár.
The hest is yet to be—the last of life
for which the first was made.
Browning.