Árdís - 01.01.1956, Page 44
42
ÁRDÍS
Skarphéðinn \ brennunni
Eftir RANNVEIGU K. G. SIGBJÖRNSSON
Mér finst ljóðið, Skarphéðinn í brennunni, eftir Hannes Haf-
stein, vera eitt af sígildum bókmentaperlum. Fyrsta ástæðan fyrir
þessu, er sú, að Heilags Anda eldurinn í KJARNA ljóðsins kveikir
í þeim viðamikla, norræna anda Víkingsins, sem staddur er í miðri
„tragedíu“ sögunnar, sem um ræðir, Njálsbrennunni, og tendrar
upp binn jafn viðamikla anda, kristna, norræna mannsins á
nítjándu öldinni. Myndin öll, sem ljóðið drgeur upp, verður ljós-
lifandi. Andlegi styrkurinn, sem andar frá skáldinu í ljóðinu, ber
mann svo nærri brennunni, að manni finst maður vera persónu-
iegur áhorfandi þar. Vitaskuld þarf maður að hafa lesið Njálu.
Maður stendur úti á hlaðinu hjá Njáli og sonum hans, þegar
þeir eygja gestakomuna — hóp vígbúinna manna. Það er alls ekki
erfitt, hafi menn kynst íslendingum, sem töluvert er í spunnið, að
skilja þegar þessir róstusömu Njálssynir beygja sig fyrir hæglátu
en ráðríku valdi föður síns, um að ganga í bæinn, þó þeir viti sér
bráðan bana búinn. Og þó þeir auðvitað hefðu þúsund sinnum
heldur kosið, að berjast við mennina, sem komu, en að ganga inn
og láta brenna sig þar inni.
Maður sér vígbúnu mennina í kringum bæinn, þar sem hatrið
logar af hverju andliti. Einn tekur arfasátuna og færir nær bænum,
annar kveiktir í með tinnu og stáli.
Þess skal getið, að svo grimmir sem frændur vorir og forfeður
voru, þarna sem víðar, þá buðu þeir konum og börnum að ganga út.
Og maður heyrir hina herskáu Bergþóru mæla sín alkunnu tryggð-
arorð: „Ung var ég Njáli gefin og gömul skal ég með honum deyja.“
Einnig það, að Bergþóra býður tólf ára fóstursyni þeirra hjóna, að
ganga út, en drengurinn kýs að vera með þeim, sem höfðu gengið
honum í foreldrastað.
Svo koma reykjarmekkirnir. Vel hefir gengið að koma eldinum
á stað. „Reykurinn glóðþrunginn gaus upp úr kafinu, gaflhlaðið
eitt stóð sem klettur úr hafinu.“ Reykjarmekkirnir hver öðrum
ægilegri gjósa þarna upp úr og glóðin er saman við. Reykur af
torfi og timbri með eimyrju saman við. Torf seinbrennur en gýs