Árdís - 01.01.1956, Page 46
44
ÁRDÍS
þarna inni í myrkrinu, eldinum, reyknum og öskunni, alt jarðneskt
horfið nema öxin hans, þá ristir hann sér á brjóst „Hinn helga kross“.
Það er kjarni þessa máls. Höfundur ljóðsins telur víst, að
Skarphéðinn hafi átt þá trú, kristnu trúna, og það í svo sterkum
stíl og stórum, að hann merki sig krossi Jesú Krists — „Hinn helga
kross“, þegar um ekkert gat verið að ræða fyrir hann nema
dauðann.
Úr þessari vissu um sigur Frelsarans yfir hverju því, er um gat
verið að ræða, fyrir krossdauðann, er kveiktur eldurinn, vitandi eða
óafvitandi, sem til þess þurfti að yrkja þetta ódauðlega ljóð, og í
þeim efniviðum kveikt, sem yfirburða víkingurinn átti og yfirburða
nútímamaðurinn á nítjándu öldinni — um það níu öldum eftir að
tíðindin gerðust — er þetta meistaraverk unnið, sem mun verða til
á meðan íslenzk tunga er töluð.
Öll réttindi áskilin höfundi.
Children at Play
Sunrise Lutheran Camp