Árdís - 01.01.1956, Page 57
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
55
MINNINGAR
Björg Christoferson
Fædd 23. ágúst 1864 — Dáin 30. október 1952
Þó að nú sé nokkuð liðið frá
því að þessi mæta kona dó, og
þess ekki verið minnst í Árdís fyr,
þá er það ekki vegna þess að
hún sé gleymd. Lang þar frá!
Minningin um hana lifr í þakklát-
um hjörtum barna hennar, tengda-
barna og barnabarna, og hinna
mörgu vina hennar, bæði 1 Argyle
og víðar.
Björg Björnsdóttir var fædd 23.
ágúst 1864 að Ytri-Hlíð í Vopna-
firði, Norður-Múlasýslu á íslandi.
Foreldrar hennar voru Björn
Björnsson, Ólafssonar skálds og
Herborg Jónsdóttir Sigurðssonar.
Systur átti hún tvær: Ingibjörgu
konu Péturs Guðmundssonar á
Gimli; og Sigríði konu Sigurjóns Snydals í Winnipeg.
Björg kom til Ameríku 1893, en systur hennar voru komnar á
undan henni. Foreldrar Bjargar komu einnig til Manitoba og dóu
síðar á Gimli. Björn faðir Bjarnar átti tvo bræður, Jón og Finnboga,
og Jón tók nafnið Víum í þessu landi, og bjó í Nýja-íslandi og
Dakota. Finnbogi var faðir Sigurjóns og Þórarins, sem bjuggu í
Argyle og Saskatchewan.
Björg ólst upp í foreldrahúsum, hjálpaði móður sinni við hús-
verkin, og lærði að halda heimili. Síðar lærði hún fatasaum og vann
við það á Seyðisfirði. Þegar hún kom til Winnipeg fékk hún vinnu