Árdís - 01.01.1956, Qupperneq 63
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
61
Mrs. Sigríður Hannesson
Fædd 25. nóvember 1871 — Dáin 23. apríl 1956
Þetta er engin æviminning og
heldur ekki eftirmæli, en litið um
öxl til aldurhniginnar frænku
minnar, er fann og skildi að
„nú fór sól að nálgast æginn,
og nú var gott að hvíla sig,“
og sem kvaddi með tilhlökkun
„meira að starfa guðs um geim.“
Það var nokkrum snúningum
vafið að finna þessa frænku mína.
Ég kom frá íslandi 1903 til
Winnipeg, lítt harnaður unglingur
og átti engan að, fákunnandi og
fáfróður á þessa lands vísu. Það
fá sem ég vissi í því sambandi var:
að Ólafur, föðurbróðir minn, fór til
Ameríku 1887, með konu sína og
tvær dætur, Sigríði og Guðlínu, að
Ólafur var dáinn fyrir nokkrum
árum og Guðlín einnig, en Sigríður var gift kona einhvers staðar,
en eigi vissi ég nafn manns hennar eða verustað. í fáum orðum, ég
vissi að ég átti frænku, Sigríði ólafsdóttur að nafni, einhvers staðar
í Ameríku! En grunur minn benti á Winnipeg og þar fann ég hana
vonum bráðar undir nafni manns hennar: Mrs. Kristján Hannesson.
Var sá fundur einn af mínum stærri happa-dráttum í lífinu. Þá
eignaðist ég Kristján Hannesson og Sigríði ólafsdóttur að ævi-
löngum vinum. Og frá þeirri stundu var hún hvorttveggja í senn,
mín góða frænka og elskulega systir, er bar umhyggju fyrir sínum
yngri bróður. (Hún var ellefu árum eldri en ég).
Sigríður Rósa var fædd að Hjarðarholti í Stofholtstungum í
Mýrasýslu 25. nóvember 1871. Foreldrar hennar voru: Elín Sæ-
mundsdóttir og Ólafur Tómasson, er bjuggu lengst í Grísatungu í
Mýrasýslu, en þaðan fluttu þau að Kolviðarnesi í Hnappadalssýslu
og þaðan til Canada 1887, ásamt tveim fyrrnefndum dætrum sínum,