Árroði - 01.01.1937, Page 3

Árroði - 01.01.1937, Page 3
Á R R O Ð I 3 fram úr hófi keyrir, getur hvorki verið þeim né höfundi lifsins til lofs eða dyrðar. — »Heiðingja skikkun hégómleg hæfir kristnum á engan veg«, 8egir H. P. Svona hégómlegt tildur og prjál hefir ætíð átt sér stað meira og minna i heiminum, og það fer ekki minkandi á þe8sum tímum hjá efnishyggju og heimselskandi mönnum. Geta þar ekki átt við orð Drottins vors Jesú Krists: Vei yður, þér 8kriftlærðir og Farísear, þér hræsnarar, sem uppbyggið leiði 8pámannanna og prýðið leiði helgra manna, og segið: hefð- um vér lifað á dögum feðra vorra, skyldum vér ekki hafa verið með þeim að lífláti spá- mannanna. (Matt. 23., 29 —39’). Jesús sagði við lærisveina 8ína: Varist það, að enginn tæli yður, því margir mnnu koma undir mínu nafni og segja: ég er Kristnr, og munu marga af- vegaleiða. — Þér munuð frétta styrjöld og ófriðartíðindi. Ein þjóð mun rísa mót annari og eitt ríki móti öðru. Þá munu í ýmsum stöðum vera hallæri, drepaóttir og jarðskjálftsr. Alt þetta er byrjun hörmunganna. Þá munu menn selja yður í ánauð og af lifi taka, og allar þjóðir munu yður hata fyrir míns nafns sakir. Margir munu hneykslast, hver annan fram- selja og að hatri hafa, og sakir vaxandi rangsleitni mun kær- leiki margra kólna. En hver sem stöðugur stendur alt til enaa, hann mun hólpinn verða. (Matt. 24., 4.—13 ). — Það hafa verið skipaðar nefndir um þveran og endi- langan Hólmann okkar, meðal allra manna, allra stétta, allra félaga, að mér virðist vera. Hallgrímsnefndir, og hver og ein, vill vonandi gera sitt bezta til framgangs sínu málefni. En dálítið finst mér það ganga út í öfgar, eins og í fleiri málefn- um, og mætti sjálfsagt, í þeim efnum, segja margar kátlegar þjóðsagnir, þeir sem vildu sig til þess hafa, og gætu þó haft sannsögulegan þráðinn í því efni. Sumir þykjast hafa séð skáldið birtast í skýjum him- ins og svífa yfir hinum helga stað, Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd. — En ég vil leyfa mér að benda á í því efni, að þeir, sem á þeim stað ráða mestu, í hinum andlegu málum, ættu að forðast að láta sér um munn fara, að Sálmar okkar ódauð- lega skálds væru í nokkurn máta úreltir orðnir. Annars er andstæðan komin gagnvart versi skáldsins, er ég

x

Árroði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.