Árroði - 01.01.1937, Blaðsíða 25

Árroði - 01.01.1937, Blaðsíða 25
Á R R 0 Ð I 25 MINNSTU AÐ HELGA HVÍLDARDAG D R 0 T T I N S GUÐS Þ I N S . (2. Mós. 31.). Vér getum lesið og fundið mörg dæmi þess, að það hefur verið venja hjá öllum þjóða- og trúarflokkum, sem við höf- um sögur af, að halda eiuhvern hvíldar- eða helgi-dag, til minn- ingar og vegsemdar þeim guði, sem hver og einn flokkur hafði mestar mætur á. Þetta var hið æðsta og fyrBta boðorð hins 1. spámanns Gyðingaþjóðarinnar. (Mósesb), hinnar útvöldu þjóð- ar guðs allsherjar, og Bama boð- nrð nær einnig til vor, enn í dag, sem viljum vera börn al- föðursins mikla, eina og sanna, er af óendanlegri mizkunn sinni sendi eingetinn son sinn, úr skauti sínu, niður til vor, opin- beraðan i holdinu, fæddan af mey, til að sampínast voru syndumspilta manneðli. Já, til að þjást og pinast af mannlegu holdi, og líða í því sama óum- ræðilegar kvalir og krossins dauða — svo hann þar með gæti afrekað oss, aumum syndþjóð- um, Adams niðjum, fullkomna endurlausn og fyrirgefning allra vorra synda, fyrir trúna á hann, hans endurlausn, hans heilaga lausnarblóð, sem út rann á kross- inum. — Hans heilög benja himnesk lind hreinsar og þvær burt alla synd. Trú þú alleina er boðorðið hans heilaga, og vér eigum að helga og vegsama minningu hans, þar til hann kemur. Og vér eigum að halda heilaga hans helgi- daga hér i tímanum, til þess að mega helga þá með honum ei- líflega í hans himneska ríki. — Ég er Drottinn, sem geri yður heilaga. (2. Mós., 31, 13—14). Eins og vér vitum, er það sunnudagurinn nú, fyrsti sköp- unardagur, i stað þess siðasta, er oss er kent í ritningunni, að hann hvildist af sínum verkum. Hvort var guð þreyttur þá hann heiminn gjörði. Nei, þvi hann vann alt með sínu almættis- orði. (H. P.). Sunnudagurinn, sá var fyrstur, sagður upphaf veraldar. Holdgan tók þá herrann Kristur, helgan anda postular. Reis af dauða Davíðs kvistur, dýrð í klæddur líknarhár. Tigni Drottinn tími og ár. o.a.frv. Rann þá upp spánýr drottins dagur, og mestum bata tók mannkyns hagur. (H. P.). Við uþprisu Drottíns vors Jesú

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.