Árroði - 01.01.1937, Blaðsíða 31
Á R R O Ð I
31
Á eyðimörk eftir það,
á sorga- og reynzlu-stað,
herrann vor ganga gerði.
Guðs orð að uppfylt yrði:
djöfuls freistingar fann.
Freistarann yfirvann!
i harma-heimi þreiði,
á hættu lífsins skeiði,
alheimBÍns gæzkan góða
greiddi veg allra þjóða.
Af dauða leystur dróma,
í dýrðar morgun-ljóma,
uppsté til himna hann,
heilagan sinn andann,
þá yfir sína sveina
aendi hans mildin hreina,
og yfir allan lýð.
Eilíf guðsþrenning blíð
æ lofist ár og sið.
Æ gef os8 anda þinn,
ástkæri Jesús mínn!
Amen í sérhvert sinn!
Ásmundur Jónsson.
Vísu-helmingur,
birtur nýlega 1 útvarpinu.
Vart mun þróast vakning ný,
vanti trúar-kjarna.
B o t n a r:
1.
Samt mun gróa sæl og hlý
sigurbrú guðs barna.
2.
Sá, er dó af syndum frí,
samdi brú til varna.
3.
Sífelt fróar sæl og hlý
sigurbrú ljóss barna.
4.
Mörg þó grói skugga ský,
skýr er brú til varna.
5.
Skýr mun gróa himins hlý
heilög brú til varna.
Ásmundur Jónsson.
Niðurlagsorð.
—0—
Nú við niðurlag 5. árgangs
blaðs mins Árroðans, send-
ist öllura lesendum blaðsins kær
kveðja, í nafni hans, sem öll
góð og fullkomin gjöf kemur
frá. Og það má eins vel gera
ráð fyrir, að það verði nú í sið-
asta sinn, sem mér auðnast að
gefa hann út. Herrann Jesús
olski alla þá, sem hans heilögu
kvöl og pínu, og öll hans heil-
ögu sannleiksorð guðrækilega
elska og iðka, og í heiðri hafa.
Já, sannarlega elskar hann osb
alla. Hann mizkunnar sig yfir
öll sin handaverk.
Ég hefi prentað hér í blað-
inu dálítið af lausum, ekki
hvað sízt fornum ljóðmælum,
andlegs efnis, sem ég hefi getað
náð i, sem hafa sin hjartans
einlægu verðmæti, ekki hvað
sizt mörg þeirra, er ég hefi
kunnað frá barnæsku. Smekk-
urinn sá, sem kemst í ker,
keiminn lengi eftir ber. — Það
hafa margir merkir menn, fyrr
og síðar, viðurkent, að þeim.