Árroði - 01.01.1937, Blaðsíða 21

Árroði - 01.01.1937, Blaðsíða 21
Á R R O Ð I 21 DRAUMUR. Það er mikið talað um trú og vantrú nú á dögum, og í sambandi við það, vil ég segja frá eftírfarandi draum, þó að nokkuð sé umliðið siðan mig dreymdi hann. Þá var ég ekki fullra 17 ára. En ef ég lifi til næsta sumars, verð ég 32 ára. Mér þótti ég vera fyrir utan dyrnar á bænum þar sem ég átti þá heima, og er fædd og uppalin á. Það var, að mér íanst, snemma morguns. Veður var svo kyrt, að mér fanst sem dg hefði aldrei verið í eins dá- samlega yndislegri ununarkyrð, og hugur minn fanst mér að öllu vera í aamræmi þar við. Eg horfði til himins, og var hann hulinn hvítum skýjum, ■ekki venjulegum úrkomu- né vindaskýjum, að mér fanst, held- ur eitthvað fegri og hvítari en vanalegum þokuskýjum. Þá alt 1 einu virtist koma vindblær, svo það varð skýjarof þar sem ■ég horfði upp til himinsins, eða þvl sem næst beint uppi yfir mér, og ég sá í heiðrikju, og mér fanst ég fagna því og lofa góða veðrið. Þá kom enn vind- blær á ný, og ég sá lengra upp i meiri ljóma, og ég varð hrif- inn af fegurð himinsins. Þá kom alt í einu þriðji vindblær- inn og himininn opnaðist og ég sá inn í ómælanlega fegurð og birtu og heyrði þar fagran söng í sama bili röðuðu sér hvítar skínandi verur í hvirfing á himninum, þar sem hann opn- aðist, og sungu dýrðlegri söng en ég get lýst. Þegar ég hafði horft á þetta dálitla stund frá mér numinn, þá sá ég að það var stigi á jörðinni, rétt við fætur mínar, sem mér sýndist ná upp til himins. Mér datt i hug, að fara upp stigann,, en hélt að mér væri það ekki leyfilegt, þar sem ég var lif- andi manneskja, og horfði upp stigann, en þá sá ég, að mér virtist, hvitan skýbólstra, eða því líkast, við efri enda stig- ans, og í skýinu sá ég glöggt móta fyrir hásæti og dýrðlegri veru sitjandi i því. En á baka til voru aðrar verur, einnig i hásætum, en þó ekki eins dýrð- legum, og hjá þeim stóð lamb, Þessar verur sungu allar dýrð- legan söng, að mér virtist þeim, sem í hásætinu var; til dýrðar og lambinu, er hjá þeim stóð. Ég var frá mér numinn meira en orð fá lýst, og mér flugu i hug þessi ritningarorð: »Hver sem hefir séð Drottinn, hlýtur að deyja», — og nú var aungið svo mikið og dýrðlega, að það

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.