Árroði - 01.01.1937, Qupperneq 32
32
Á R R 0 Ð I
hafi lengst loðað í minni það,
sem þeir numdu ungir, og það
orðið þeim bezta stoð og styrk-
ur til eflingar þess góða í bar-
áttu lifsins, og ekki þá hvað
sízt, það, sem móðirin kendi
barninu sínu. Betur að guð gæfi,
Bð ísland ætti enn sem flestar
slíkar mæður! Slikt hið sama
viðurkenni ég hjartanlega. — I
annan máta bið ég velvirðing-
ar á, þó ég hafi birt eitthvað í
heimildarleysi gagnvart lifandi
höfundum, eða aðstandendum
þeirra, eður rithöfundum ann-
ara blaða, i því efni. — En ég
treysti því fullkomlega, að allir
sannir guðelskandi menn mis-
virði það ekki við mig, heldur
samfagni því, að heilög sann-
leiksorð Drottins vors séu birt
og kunngjörð sem viðast. —
Syngið Drottni nýjan söng,
því hann einn gjörir dásemdar-
verkin. Hans hægri hönd frels-
ar, og hans heilagi armleggur.
(Sálmur 98).
Drottinn ríkir, — þjóðirnar
skjálfa. Drottinn er mikill á
Síon, og upphafinn yfir allar
þjóðir. — Menn vegsami þitt
nafn, hið mikla og óttalega!
Heilagur er hann! Vegsamið
Drottinn, vorn guð, og niður-
krjúpið á hans fótskör. Hann
er heilagur! Lofið hann með
andlegum sálmum og kvæðum,
syngjandi og spilandi í yðar
hjörtum! (Sálmur 99 o. v.).
Páll postuli segir í bréfinu til
Hebream., að i Kristi gildi
hvorki umskurn né yfirhúð, því
tími endurbótarinnar var kom*
inn. En skírnin var í stað um-
skurnarinnar. En Drottinn vor
Jesús Kristur fullnægði hvort-
tveggju athöfninni. — Það er
trúin á hann, sem fullnægir oss,
kröftug i kærleikanum. (Kor.
12, 9). Lát þér nægja mína
náð, þvi minn kraftur sýnir siff
fullkominn i veikleikanum. Það
hefur kristindómurinn umfram
aðra speki, að hann verkar
alla hluti með guðs krafti. —
Reynið yður sjálfa, hvort þér
eruð í trúnni. Prófið yður sjálfa.
Eða þekkið þér yður ekki sjálfa,
að Jesús Kristur er i yður, neroa
svo sé, að þér séuð óhæfi-
legir, (Kor. 13, 5.). Því ekkert
megnum vér gegn sannleikan-
um, heldur einungis með hon-
um. —
Náðin Drottins Jesú Krists,
kærleiki guðs og sameining
heilags anda, sé með yður og
oss öllum. Amen.
Ásmundur Jónsson.
Reykjavik.
Prentsmiðjan á Bergstaöastræti 19.
1937.