Árroði - 01.01.1937, Blaðsíða 4
4
A R R 0 Ð I
gerði að upphafaorðum mála
minB í greindu efni.
Að endingu máls minB skal
ég minnaat á, að ég drap áður
á, í blaði mínu, Árroða, hvert
væri, frá mínu sjónarmiði, hið
rétta og sanna í málefni þeasu,
og það var, að varpa hlutkesti
um, í nafni Drottins vors Jesú
Krists, hvar hans eigin kyrkja
skal standa.
Á kyrtil prjónaðan ljóst með list
lögðu þeir hlutfall djarft. (h. p.).
Hentuglega féll hlutur sá. (h. p.).
Sannleikurinn mun gjöra yður
frjálsa. Sannleikurinn heflrætíð
reynzt sagna beztur. Sannleik-
urinn hefir ætíð sigrað., og mun
bera ægishjálm yfir lýgi og
villu að eilífu.
Með vinsemd og virðing.
Ásmundur JónBSon,
frá Lyngum.
VERS
um síðasta dag.
Lag: Alt eins og blómstrið eina.
Þegar að dómadægur
dunar af himna-trón,
Vertu 088, Jesú, vægur,
veittu oss þessa bón,
fyrir þá sorg og sárin,
sjálfur, sem leiðstu hér:
08S gef ununar-árin
i eilífri dýrð hjá þér.
Amen.
SKILNAÐAR-VÍSUR
Orktar af séra Jóni sál. Steingrims-
syni, prófasti, á Siðu i Vestur-Skafta-
fellssýslu. Eru komnar frá frú Val-
gerði Gisladóttur, sem lærði þær i
æsku hjá ömmu sinni, Valgerði
Ólafsdóttur, i Skógum undir
Eyjafjöllum, er var dóttir
Helgu, dóttur hans,
sem þær eru
ortar til.
V
Allt er á reiki í heimi hér.
Hverful lukkan eins og gler.
Mig að sama brunni ber,
Burt eru gleðidagarnir.
Oðum mitt nú yndi dvin;
Æ, mitt barn, ég sakna þín,
í faðmlög Jesú, fögur og fin,
Far þú, ástkær dóttir mín!
Guð þér verði í öllu allt!
Allt annað er mjög fallvallt!
Við hans orðið hvern dag halt.
Haltu þetta ráðið snjallt.
Þó við skiljum svo um sinn,
Sé þinn Drottinn leiðtoginn,
Leiði hann þíg loksins inn
I lifs eilífan fögnuðinn!
Ykkur, börn min, aftur þar
Ég mun sjá — án skilnaðar —
í yndis-veru eilífðar —
Eftir liðnar hörmungar!