Árroði - 01.01.1937, Page 16

Árroði - 01.01.1937, Page 16
16 Á R R O Ð I HAUSTVlSUR. Tíminn fumar framkvæmd hrein, Fugls ei gumar kliðið. Fallið brum af birkigrein. Burt er sumar liðið. Líf8 vors setur líknsamur, Lifa umvefji skyldi. Blessi vetur blíðastur Buðlung dýrðar mildi. Hann sem ráðin hæztu ber Og hjálpar dáð ónauma, Hrindi bráðum hættuher. Hann oss náði auma. Ásmundur Jónsson. gjöra, (Matt. 18., 20). Og þetta er hið eilífa lífið: að þeir þekki þig, hinn eina sannan Guð, og þann, sem þii sendir, Jesúm Krist. (Jóh. 17., 3. o. v.). Helga þá í sannleikanum! Þitt orð er sannleíkur! Ég bið ekki einungis fyrir þe88um mínum lærisveinum, sagði Jesúa í bæninni til síns himneska föðurs, heldur og líka fyrir þeim, sem munu trúa á mig fyrir þeirra orð, og fyrir þá helga ég sjálfan mig, svo aó þeir séu helgaðir í sann- leikanum — því að ég er veg- urinn, sannleikurinn og lífið, og enginn kemst til föðursins, nema fyrir mig, Því ég er út- genginn frá föðurnum, og fað- irinn og ég erum eitt. — Faðir! Ég vil að þeir, sem þú gafst mér, séu hjá mér, þar sem ég er, svo þeir sjái mína dýrð, sem þú gafst mér! Því þú elakaðir mig áður en Jörðin var grundvölluð. Já, hinn kærleiksríki faðir og herra, Drottinn vor Jesús Krist- ur, elskar allar manneskjur fyrr og síðar, er koma i þennan heira. — Enn við verðum sjálf að vilja. Já, gera alt sem í okkar valdi stendur, til þess að verða hans guðdómlegu og kærleiksríku elsku aðnjótandi, og biðja af hjarta. Kristnihald mitt, kærleik og trú, með krafti þínum, ó, Jesú, auka jafnan og elia virzt, upp á það sál mín fróm, dýrðarleg fái fyrir þér birzt, þá ferðu að halda dóm. Kom, herra Jesús, kom sem fyrst, klárt gjör alt syndagróm. H. p. Látum 088 elska hann, því hann elskaði oss að fyrra bragði, og gaf sinn son í dauðann til forlíkunar syndum vorum. Og fyrir blóð hans verðum vér

x

Árroði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.