Árroði - 01.01.1937, Blaðsíða 22
22
Á E R 0 Ð I
er ekki ofmælt þótt viðhöfð séu
þessi orð, »að þar sé meiri dýrð
en auga hafi séð eða eyra heyrt
og i einskis huga komið». Og
mig gagntók þessi hugsun:
hvað er verið að syngja, og í
sama bili heyri ég að er sungið:
Elskaðu sannleikann, stundaðu
sannleikann —, og í sama bili
flugu hvítu verurnar upp og
hurfu í himinblámanum, en
himininn laukst saman, og ég
vaknaði í rúmi mínu, gagntek-
in af sælutilfinningu, sem gjör-
tók mig svo vakandi, að ég
hefði með gleði kosið dauðann,
til þess að komast þangað, sem
ég sá sýn þessa, ef þess hefði
verið kostur. —
Skrifað á Jóladaginn 1985.
Skaf tfellsk kona.
BÆNARSÁLMUR
í FREISTING OG MÓTLÆTI.
Lag: Gleð þig guð* brúð —
Ég býð, ó, Jesú, þér
inn i hjartað í mér.
Hafðu þar sess og sæti,
signaður Jesús mæti.
Jesús! Mín vörn i vanda
veittu mér styrk þins anda.
Þegar mér þjakar að
þungt freistinganna bað. —
hjartað fær huggun klára
að hugsa tii þinna sára.
JeBÚs! Mín vörn í vanda
veittu mér styrk þíns anda.
Burt, Satan, burt frá mér,
burt hrindi Jesús þér.
Burt, burt! Þér bliður hafnií
Burt, burt — í Jesú nafni!
Josús! Mín vörn í vanda
veittu mér styrk þíns anda.
Ó, lát þú ijósið þitt lýsa’
yfir rúmið mitt!
Hafðu þar sess og sæti,
Bignaður Jesús mæti.
Jesús! Mín vörn í vanda
veittu mér styrk þins anda.
FORN SÁLMVERS.
I.
Lag: Loflð Guð o. *. frv.
Augun min uppvekur
morgunn skær,
I nafní þin, náðugi Jesú kær,
rís ég, skepna, syndum særð
úr sænginni minni.
Kristur, sem oss keypti værð,
með krosspínu sinni,
Btjórni hann hér,
í stundlegum sessi,
til alls góðs mér
önd í trú hressi,