Árroði - 01.01.1937, Page 6
6
Á R R 0 Ð I
slög aamvizkunnar, illar girnd-
ir og tilhneigingar. Þessi er nú
andskotana freistni og eldlegar
pilur hins hrekkvÍBa. (Eph. 6).
En sökum þess, að þær eru
ayndugri manneskju svo skæð-
ar, að þar er engin lífa- eða
heil8u-von, ef djöfullinn og heim-
urinn mega sínu fram fara, þá
freistar guð mannsins, sálunni
tii heilsubótar. En guð freistar
vor bæði sjálfra vor vegna og
svo náungans. Margur mundi
halda sig saklausan, nema guð
typtaði hann og ryði vatni mót-
lætinganna á vor blindu augu,
svo vér sjáum vora ómynd. —
Þegar guð birtist feðrunum i
Öamla-Testamentinu, þá skeði
það oft í einu leiftrandi skýi,
og bvo trúi ég það verði enn
nú í dag, að varla fái menn
guð rétt 8éð eða skoðað, nema
hans dýrð bregði fyrir oss í
þoku mótlætinganna — því á
meðan vel gengur, þykist mað-
urinn svo sem sjálfskilið eiga
alt gott, er hann þiggur af
Drottni. En þegar hann tekur
það burt, þá leita menn hans
með angist. — Kunnuglega tal-
ar Davið hér um, í sálmi sins
30.: »Ég sagði, þá mér vel
gekk: ég skal aldrei skiljast
frá Drottni, því þú, Drottinn,
veitir staðfeBtu minu bjargi með
þinni þóknan. En þegar þú
byrgðir þitt andlit fyrir mér,
þá skefldist ég. Þá kallaði ég
til Drottins, og ég grátbændi
hann». — Aftur freistar guð
þeirra, er hann vill, öðrum til
eftirdæmis — svo sem Abra-
bams og Jobs, eins eg ljóst er
af þeirra sögu, er öllum er
skrifuð til eftirdæmis; og sjá-
um vér nú af þessu, guðs elsk-
uðu börn, að guð freistar manns-
ins, bæði þeim til gagns, er
hann leggur sinn kross á herð-
ar, svo og öðrum til fyrirmynd-
unar. — I þessa heilaga dags
evangelíó höfum vér dæmi einn-
ar kvinnu, hver er þá fyrst
leitaði að Kristi, þegar neyðiD
þrýsti henni þar til, og viljum
vér nú, í Drottins nafni, það,
með þess lærdómum, yfirvega,
eftir því sem guð gefur náð til.
Hjálpa oss þar til, náðugi guð,
fyrir son þinn, Jesúm Krist.
Amen.
Fá orð útleggingar-
i n n a r.
Þegar Markús Begir frá þess-
ari historíu, í sínu guðspjalli, 7.
kap., þá getur hann um, aðJee-
ús hafi svo sem falið sig i þess-
um stað, því hann hafl gengið
inn i eitt hús, og hafl eigi viljað
láta neinn vita það. Hvar varBtu
nú, minn herra, er segir: Ég er