Morgunblaðið - 05.01.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
RÍKISSKATTSTJÓRI er nú að athuga
hverjir séu raunverulegir eigendur um 300
stærstu hlutafélaga hér á landi. Athugunin
hefur staðið í rúman mánuð að sögn Skúla
Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra.
Hann segir að séð sé fyrir endann á athug-
uninni en að niðurstaðan liggi ekki enn fyr-
ir. Búast má við niðurstöðum seint í þess-
um mánuði.
Við skráningu félags í Fyrirtækjaskrá,
sem er til húsa hjá Ríkisskattstjóra, þarf
að gera grein fyrir eignarhaldi þess. Skúli
sagði það hafa færst í vöxt að útlend félög
væru skráð eigendur í íslenskum félögum.
Nú er m.a. verið að athuga hve stór hluti af
eignarhaldi stærstu fyrirtækja landsins sé
hér innanlands. Einnig að finna út úr því
hverjir eigi þá eignarhluta sem skráðir eru
á útlensk félög og hve stór hluti þeirra sé í
það er í eigu annars félags sem t.d. skráð
er til heimilis á Bresku jómfrúreyjum, á
Tortilla eða í annarri skattaparadís. Í
stjórn lúxemborgska félagsins getur t.d.
verið starfsmaður íslensks banka í Lúx-
emborg og einhver erlend félög að auki,
því þau geta setið í stjórnum félaga. „Þá
förum við að kanna hverjir eru þar að baki
og komum býsna oft að lokuðum dyrum,“
sagði Skúli.
Einnig er verið að athuga kross-
eignatengsl á milli íslenskra og útlendra
félaga, en þau geta verið ótrúlega flókin, að
sögn Skúla. „Eignatengslin milli félaga
geta verið þvers og kruss, en það kemur að
því að við finnum út úr þessu,“ sagði Skúli.
Af athuguninni má ráða að mörg gam-
algróin félög séu enn eingöngu í eigu Ís-
lendinga. Skúli sagði að svo virtist sem sú
þróun að útlend félög eignuðust hluti í ís-
lenskum félögum hefði byrjað svo um mun-
aði fyrir um áratug.
raun og veru í eigu Íslendinga með einum
eða öðrum hætti. Skúli sagði að það gæti
verið talsvert flókið að hafa uppi á raun-
verulegum eigendum félaganna. Oft þarf
að rekja halarófu þar sem hvert félagið
tekur við af öðru.
Svo rakið sé ímyndað dæmi getur félag í
Lúxemborg verið skráður eigandi að ís-
lensku félagi. Þegar grennslast er fyrir um
eigendur erlenda félagsins kemur í ljós að
Ríkisskattstjóri býst við að athugun á raunverulegu eignarhaldi 300 stórra íslenskra félaga ljúki seint
í þessum mánuði Skýrsla Samkeppniseftirlitsins um krosseignatengsl er væntanleg síðar í vetur
Kanna eignarhald félaga
Skúli Eggert
Þórðarson
Páll Gunnar
Pálsson
Í GÆR drapst 24. hrossið úr stóðinu
sem sýktist af salmonellu undir
Esjurótum rétt fyrir jólin. Þrjú
hross eru áfram alvarlega veik.
Sautján hross eru farin að éta og
virðist vera í lagi með þau. Þau eru
enn höfð á húsum í Mosfellsbæ.
„Við hleypum þeim þó ekki frá
okkur strax,“ sagði Gunnar Örn
Guðmundsson, héraðsdýralæknir
Gullbringu- og Kjósarsýslu. Hest-
unum verður sleppt þegar þeir hafa
hreinsað sig af salmonellunni.
Veikin kom upp 21. desember sl.
og voru hrossin þá flutt strax á hús
þar sem hlúð var að þeim. Veikindi
hrossanna ágerðist næstu daga og
var dapurlegt ástand í hesthúsunum
um jólahátíðina þegar þau féllu eitt
af öðru. Talið er að hrossin hafi smit-
ast af yfirborðsvatni í beitarhólfinu.
Sýni hafa verið tekin úr vatninu og
staðfest að salmonella var í því.
gudni@mbl.is
Enn eitt
hrossanna
fallið
Þrjú smituð hross eru
enn alvarlega veik
Morgunblaðið/G. Rúnar
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
FRESTURINN
til að höfða mál
gegn breska rík-
inu rennur út
núna á miðviku-
daginn. Inde-
fence-hópurinn,
sem vill bæta
ímynd Íslands
vegna beitingar
hryðjuverkalag-
anna og Icesave-
deilunnar, óttast að íslensk stjórn-
völd láti tækifærið til málshöfðunar
gegn breska ríkinu sér úr greipum
ganga.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
skipulagshagfræðingur segir það
hafa verið ótrúlegt að fylgjast með
framvindu mála. „Við höfum í þrjá
mánuði hamast við að kanna mögu-
legar varnir Íslands vegna beitingar
hryðjuverkalaganna og það hefur
komið aftur og aftur á daginn að ís-
lenska stjórnkerfið virðist ekki hafa
verið í stakk búið til þess að takast á
við þetta. Það er eins og enginn þori
að taka af skarið.“
Að sögn Sigmundar hefur hóp-
urinn fengið þau svör frá skilanefnd
Kaupþings að menn séu að hugsa
um hvað gera eigi. „Endanleg
ákvörðun er sögð vera hjá ríkinu
enda starfi skilanefnd í umboði
þess.“
Sigmundur leggur áherslu á að
Íslendingar verði að nota öll vopn
sem þeir hafi. „Í fyrsta lagi hafa
breskir embættismenn viðurkennt
fyrir okkur að beiting hryðjuverka-
laganna sé stóri veikleikinn hjá
bresku stjórninni því þau setji hana
í óþægilega stöðu. Verði ekki höfðað
mál felst nánast í því viðurkenning á
því að aðgerðin hafi verið réttmæt. Í
öðru lagi hefði verið eðlileg leið í
samningaferlinu um Icesave-skuld-
irnar, sem menn greinir reyndar á
um hvort okkur hafi borið lagaleg
skylda til að taka á okkur, að standa
í lappirnar og semja gegn tilslökun-
um. Nú hefur verið greint frá því að
sú leið hafi ekki verið farin heldur
hafi menn byrjað á því að skuld-
binda sig í þeirri von að Evrópu-
sambandið komi til móts við okkur.
Það er hæpinn leikur miðað við þær
efnahagsaðstæður sem eru í Evrópu
og annars staðar í heiminum.“
Frestur til
höfða mál
að renna út
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Eins og enginn þori
að taka af skarið, seg-
ir Sigmundur Davíð
TÍU tonna bátur strandaði í innsigl-
ingunni við Garð í Gerðahreppi, um
15 til 20 metra frá landi og var dreg-
inn til hafnar í gærkvöldi. Ekkert
amaði að áhöfninni, að sögn lögregl-
unnar í Keflavík. Á svæðinu var
svarta þoka en lygn sjór og var til-
kynnt að báturinn væri strandaður
við sjóvarnargarðinn í Innri-
Njarðvík. Við eftirgrennslan var
hann við sjóvarnargarðinn í Garði.
Björgunarsveitum Suðurnesja og
Njarðvíkur var samstundis gert við-
vart auk þess sem björgunarbátar
Slysavarnafélagsins Landsbjargar
fóru á staðinn. Björgunarbátur frá
Njarðvík var fyrstur á staðinn og fór
áhöfn Moniku um borð í hann.
Monika
strandaði
Samkeppniseftirlitið hefur, líkt og aðrar eftirlitsstofn-
anir, þurft í ýmsum málum að grafast fyrir um eign-
arhald félaga, að sögn Páls Gunnars Pálssonar for-
stjóra. Hann sagði að flókið eignarhald félaga geti
skapað vandkvæði við eftirlit. Það dragi úr gegnsæi og
flæki stjórnsýslulega meðferð mála. Páll sagði að í
flestum tilvikum hafi Samkeppniseftirlitið komist að
niðurstöðu um raunverulegt eignarhald. Þetta hafi
krafist fyrirspurna og eftirgrennslana en svör hafi bor-
ist í langflestum tilvikum.
Á vegum Samkeppniseftirlitsins er í smíðum skýrsla
um krosseignatengsl og áhrif þeirra frá sjónarhóli
stofnunarinnar. Hún er væntanleg síðar í vetur.
„Þar er ætlunin að draga saman reynslu okkar af eft-
irliti með krosseignatengslum, áhrif þeirra á sam-
keppnina og hvað megi læra af þeirri reynslu,“ sagði
Páll.
Flókið eignarhald flækir málin
Eftir Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
SIGURVEGARARNIR á hinu árlega hattaballi á
Hestakránni á Skeiðum voru að vonum ánægðir
með árangurinn enda framlög þeirra til samkom-
unnar með eindæmum frumleg. Margrét Harð-
ardóttir og Bjarni Rúnarsson sigruðu í kvenna- og
karlaflokki. „Þetta var algjört dúndur og sigurinn
kom nokkuð á óvart enda margir frambærilegir
hattar á svæðinu að venju.“ Sigurhattur Margrétar
var glæsilegur ísjaka-hattur og sigurhöfuðfat
Bjarna var snjöll útfærsla á heita pottinum í
Skeiðalaug sem hann tyllti á höfuð sér.
Veglegar hestaferðir að launum
,,Ég var með vatn í hatt-pottinum mínum og í
honum var lukkudýr sem átti að tákna Jón Eiríks-
son í Vorsabæ. Hann fékk nýlega riddarakrossinn
og er tíður gestur í Skeiðalauginni.
Sigurvegarnir hlutu að launum þriggja daga
hestaferð enda reka eigendur Hestakrárinnar, Að-
alsteinn og Dúna, umfangsmikla hestaleigu á
sumrin. „Samkeppnin var mjög hörð enda var hús-
ið troðfullt að venju. Hattaballið er árviss við-
burður sem maður má ekki missa af,“ segir Mar-
grét.
Hestaferðin sem hún fékk í verðlaun er svonefnd
„prinsessuferð“ og verður föruneyti hennar þar
einskorðað við konur. Eins eru sigurlaun Bjarna
„víkingahestaferð“ og verða samferðamenn hans
þar jafnframt einungis af sama kyni og hann. „Ég
var eiginlega miklu spenntari fyrir víkingaferð-
inni,“ segir Margrét hlæjandi.
Hatturinn verður með í för
Aðspurður segir Bjarni aldrei að vita hvort hann
fari með sigurhattinn góða í víkingaferðina.„Það
er spurning hvort maður verði með hjálm en hatt-
urinn mun án nokkurs vafa fara með í ferðina.“
Sigri hrósandi á hattaballi
Morgunblaðið/Sigurður