Morgunblaðið - 05.01.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.01.2009, Blaðsíða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009 Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í efnahagsmálum landsins. Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvanda þjóð- arinnar. Morgunblaðið leggur áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni. Skoðanir fólksins Afleiðing af röng- um forsendum út- reiknings vísitölu neysluverðs er eignaupptaka og stangast því að öllum líkindum á við stjórnarskrá. Hér er verkefni fyrir lögfræðinga að spreyta sig á.’ Í KASTLJÓSI 19. des. var rætt við Aðalstein Hákonarson, deild- arstjóra hjá skattstjóra og fyrrv. endursk. KPMG. Aðalsteinn var spurður hvort reiknishaldsleikfimi sem stunduð hefur verið á Íslandi sé skipulögð blekking. Aðalsteinn, varkár opinber starfsmaður, svaraði ekki afgerandi en að regluverkið væri veikt og að það höndlaði þetta ekki, en bætti við að á það hefði aldrei reynt fyrir dómstólum. Í mínum huga er engin spurning að um skipulagða blekkingu er að ræða sem stunduð hefur verið á Íslandi í mörg ár – með afleiðingum sem við þurfum ekki að fara út í nánar. Við skulum rifja upp dæmi: Stofnað er fyrirtæki A. Eigið fé þess (framl eig. / skuld við eig.) er 1 milljarður kr. Þetta fyr- irtæki hefur ekki áunnið sér neitt, ekki vörumerki, þar býr engin þekking, þar er engin reynslukúrfa – ekkert. Ég leyfi mér að fullyrða að það er ekki einu sinni víst að hlutaféð hafi nokkurn tíma verið greitt. Fyrirtækið B er yfirtekið. Þetta fyrirtæki hefur verið í rekstri einhvern tíma og samkvæmt bókum félags- ins er skuld þess við eigendur sína 3 millj. Þ.e. eigið fé þess er 3 milljarðar. Eigendur A, sem eru vel kynntir í bönkunum, ákveða með aðstoð fjár- málaspekinga að fyrirtæki B sé 6 milljarða króna virði, fá 5 millj. króna lán og sameina fyrirtækin. Til verður fyrirtæki sem við köllum C. Þetta fyr- irtæki skuldar nú 5 milljarðana sem teknir voru að láni og eigið fé hins sameinaða fyrirtækis er orðið neikvætt upp á 2 milljarða. Þar sem fyrirtækið var keypt á yfirverði hlýtur að liggja þar dulin eign. Þessi mismunur er færður á viðskiptavild. Það liggja sem sagt meiri óefnisleg verðmæti nú í hinu samein- aða fyrirtæki þrátt fyrir að yfirtökufélagið hafi enga viðskiptavild átt. Við þessa blekkingu hefur sem sagt orðið til meiri þekking, yfirburðir á markaði, sér- hæfni, verðmætt vörumerki, eitthvað sem gerir þetta félag hæfara til að ávaxta sig en önnur sambærileg fyrirtæki í sömu grein. Þetta er niðurstaða eigenda og þeir eignfæra 3 milljarða á viðskiptavild hins nýja félags. Hið nýja félag er orðið söluvara: Eigið fé 1 millj., „good will“ 3 millj. – sennilega vanmetin. Skuldin er hins vegar ekki „tíunduð“ sérstaklega, enda eðlileg miðað við eignahlið efnahagsreiknings. Öllu þessu pakka svo jakkaklæddu – afleiðufræðiá- hættudreifingarprinsarnir inn í réttan pappír og selja einhverjum lífeyrissjóðnum á uppsprengdu verði. Þeir sem byrjuðu plottið eru löngu komnir á Range Rover með fullt skott af peningum – og öll vötn falla í Vatnsmýrina því Skerjafjörðurinn nötrar þegar þot- an hefur sig til flugs í kvöldkyrrðinni. Það er nú svo merkilegt að hinn ágæti fræðimaður og núverandi aðalendurskoðandi Seðlabanka Íslands, Stefán Svavarsson, virðist hafa séð þetta allt fyrir. Þegar sukkið stóð sem hæst 12. apríl 2007 skrifaði hann athyglisverða grein í Morgunblaðið – sem bar heitið Um viðskiptavild í fyrirtækjum. Þar segir hann m.a; „án þess að það sé stutt rannsóknarniðurstöðu skal fullyrt að fyrir meira en 10 árum vógu við- skiptavild og aðrar óefnislegar eignir ekki þungt í reikningsskilum íslenskra fyrirtækja. Nú er öldin önnur. Samkvæmt úttekt Einars Guðbj., dósents við HÍ, nam viðskiptavild allra fyrirtækja á hlutabréfa- markaði meira en 550 millj. í árslok 2006 og hafði þá hækkað um meira en 200 millj. frá fyrra ári.“ Í grein Stefáns kemur fram að auk þessara 550 milljarða voru aðrar óefnislegar eignir – þ.e. ósnertanleg verð- mæti – huglægar eignir – upp á 150 millj. Alls voru því yfir 700 milljarðar króna af bókfærðum eignum íslenskra fyrirtækja á markað í árslok 2006 ÓEFN- ISLEGAR EIGNIR S.S. VIÐSKIPTAVILD. Það er einnig mjög sláandi að á þessum tíma hafi óefnislegar eignir sex fyrirtækja á markaði verið meira en 50% af heildar eignum þeirra. Hvernig er þetta hægt? Það er mjög athyglisvert í framhaldi af viðtalinu við Aðalstein Hákonarson að rifja upp hluta skilgreiningar Stefáns Svavarssonar á hugtakinu við- skiptavild. Þar segir hann m.a. „viðskiptavild er að- eins í fyrirtækjum sem ávaxta sig betur en gengur og gerist meðal annarra fyrirtækja í sömu atvinnugrein. Af því má ráða að viðskiptavild er hagnaðarhugtak og raunar meira en það, því sá hagnaður varðar framtíðarreksturinn og verður að vera umfram al- menna ávöxtun (e. Superior profit )“. Til glöggvunar skal þess getið að óheimilt er að færa til eignar við- skiptavild sem ekki er keypt. Af því leiðir að óheimilt er að uppfæra eða endurmeta viðskiptavild. Reglan er sú að viðskiptavild skal niðurfæra eða afskrifa á ákveðnum tíma. Stefán Svavarsson segir: „Almennt má búast við að viðskiptavild sé ekki lengi til staðar í einu og sama fyrirtækinu, því umframhagnaður í einu hlýtur að fjölga þátttakendum á markaði og þar með dvínar viðskiptavildin ef hún hverfur þá ekki alveg.“ Telja má nokkuð víst að mörg fyrirtækin sem nú berjast í bökkum haldi sér á floti með hugtakinu við- skiptavild – en eru í raun tæknilega gjaldþrota. Guð blessi þjóðina. Skipulagðar blekkingar Jóhannes Valdemarsson, rekstrarfræðingur. Á NÝBYRJUÐU ári velta margir því fyrir sér, hverra kosta er völ fyrir lýðveldið Ísland í kjölfar bankahrunsins mikla. Hverjum er um að kenna? Getum við unnið til baka traust alþjóðasamfélagsins á Íslenskt samfélag sem fór hamförum. Ekki var hlustað á vinsamlegar viðvör- unarbjöllur sem glumdu hvarvetna í alþjóðasamfélaginu en áfram stiginn trylltur dansinn við gullkálfinn sem mest við máttum þar til yfir lauk. Nú liggur fyrir að allar vinaþjóðir nema góðir vinir Færeyingar settu okkur skilyrði um að- komu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, ef þær ættu að kasta til okkar bjarghring eftir hróp frá okkur um hjálp. Stórvinir okkar í henni Am- eríku hikstuðu í stuðningnum en Rússar brostu og réttu fram hjálparhönd. Það vakti mikla tortryggni. Breska heimsveldið sá sig knúið til að beita okkur hryðjuverkalögum. Fáránlegt. Alþjóðasamfélaginu og mörgum vinum okkar ofbauð glannaskapurinn og yf- irgangurinn á víkingunum norður í Atlantshafi, sem hjuggu á báða bóga, eirðu engu og lögðu undir sig hvert vígið á fætur öðru í útrásinni. Íslenska þjóðin vissi lítið en dansaði ánægð með í græðgisveislunni miklu. Öryggisnetið sem standa átti traustan vörð um hagsmuni íslensku þjóðarinnar svaf illilega á verð- inum, gatslitið og viljalaust. Einhvern veginn svona upplifi ég núið eftir hruna- dansinn mikla. Við vorum bullandi meðvirk í „góðærinu“ og trúðum því ekki að veislunni miklu mundi ljúka. Gremja, sorg, ótti og hatur brjótast nú fram af miklum krafti. Leitin er hafin að sökudólgunum hinum einu sönnu til að svala þorstanum um stund. Allir vita hverjir þeir eru, sumir vita meira en aðrir en samt hafa þeir ekki enn fundist. Skrítið. Við höldum áfram leitinni í nafni rétt- lætisins og gleymum flestu öðru um hríð. Börn okkar og barnabörn standa nú frammi fyrir því að borga syndir okkar feðranna og mæðranna. Hér eru því sannarlega verkefni fyrir okkur að vinna saman. Nú liggur á að leika ekki fleiri afleiki. Af þeim er nóg komið. Aðeins bestu leikirnir koma til greina fyrir börn- in okkar, annað eiga þau ekki skilið. En þá verðum við líka að vanda okkur. Bægjum frá reiðinni, sorginni og hefndinni. Gefum bjartsýni, gleði og sam- stöðu pláss í okkur til góðra verka. Eru ekki til góðir leikir í stöðunni? Hver veit? Hlustum fyrst, hugsum vel og þá má ætla að við finnum leiðina. Við verðum að hugsa nokkra leiki fram í tímann sem m.a. þurfa að innihalda rétt svör við 5 spurningum. 1) Hvernig ávinnum við aftur traust alþjóðasamfélagsins? 2) Hvar og hvernig viljum við staðsetja okkur til framtíðar í samstarfi vina- þjóða? 3) Getum við haldið tryggð við íslensku krónuna okkar? 4) Getum við með trúverðugum hætti tekið einhliða upp annan gjaldmiðil? 5) Hvað kemur út úr aðildarviðræðum við Evrópusambandið? Veist þú það? Er ekki rétt að skoða hvað þar er í boði og máta það síðan við okkar hagsmuni með þjóðinni? Nú átt þú leik. Skákklukkan gengur. Því miður ertu í tímahraki. Meira: mbl.is/esb Skák og mát? Átt þú ekki næsta leik? Þorvaldur Jóhannsson framkvæmdastjóri er ekkill sem tapaði m.a. fjármunum barna sinna. VERÐBÓLGA er mæld með vísi- tölu neysluverðs. Um vísitölu neysluverðs gilda lög 12/1995 með breytingarlögum 27/2007. Lögin eru stutt og fela Hagstofu Íslands út- reikning miðað við verðlag í hverjum mánuði á vörum í grunni sem Hag- stofan ákveður þar sem vægi hverr- ar vöru er fundið út frá neyslukönn- un. Sú neyslukönnun fer fram eigi sjaldnar en á fimm ára fresti, en er nú gerð árlega og uppfært í mars. Í skýrslu Rósmunds Guðnasonar hjá Hagstofu Íslands (Hvernig mælum við verðbólgu? Fjármálatíðindi 51. árgangur fyrra hefti 2004, bls. 43) má lesa: „Neytendur bregðast við og ef þeir kaupa sömu vörur annars staðar, á lægra verði, þarf að taka til- lit til þess í vísitöluútreikningi ann- ars verður bjagi vegna innkaupa heimila í vísitölunni (e. shopping substitution bias). Hingað til hefur ekki verið hægt að fylgjast með slík- um breytingum vegna þess að upp- lýsingar skortir og slíkur bjagi er oftast nefndur bjagi vegna stað- kvæmni verslana (e. outlet sub- stitution bias). Umræða um þessa tegund bjaga hefur ekki verið mikil að umfangi alþjóðlega og leiðrétt- ingar á vísitölum vegna þessa heyra til undantekninga. Þegar ekkert tillit er tekið til breytinga á staðkvæmni heimilisinnkaupa í neysluvísitölum er gert ráð fyrir að allur verðmunur sem er á milli verslana stafi af því að þjónusta þeirra sé mismunandi að bólgu. Mismunurinn er heil 20 pró- sentustig eða tvær milljónir á árs- grundvelli. Það þýðir líka um 200.000 í viðbótarafborganir á ári. Verðbólg- an er því ýkt um meira en tvo þriðju. Þessar tvær milljónir munu núna næstu mánuði leggjast ofan á 10 milljóna króna lán meðalheimilis vegna þess að verðbólga er sögð vera 28% þegar hún í raun er einungis 8%. Fyrir hverjar verðtryggðar tíu milljónir sem almenningur eða fyr- irtæki skulda er þetta tveggja millj- óna króna eignartilfærsla án réttlæt- ingar í raunveruleikanum. Og til að gera dæmið enn verra þá taka ýmsir samningar, t.d. leigusamningar, launasamningar o.fl. mið af þeirri verðbólgu sem sögð er vera í landinu og hækkanir verða í kjölfarið í sam- ræmi við þessa uppgefnu verðbólgu. Þar með verður verðbólgumælingin ekki mæling heldur spá sem lætur sjálfa sig rætast. Vegna þessara áhrifa af neysluvísitölu er ljóst að það er ekki verðtryggingin sem er vandinn heldur vísitalan sjálf. Þótt verðtryggingin yrði aflögð myndi víxlverkun vísitölu og verðlags valda sama skaða. Taka þarf að upp aðrar aðferðir til að meta verðbólgu. Að- ferðir sem henta litlu þjóðfélagi með hvikult efnahagslíf. Núverandi að- ferðir eru stórskaðlegar. T.d. má benda á áhrif vísitölunnar á ákvarð- anir Seðlabankans um stýrivexti. Ef vísitalan hækkar of ört þá eru stýri- vexti hækkaðir. Nú ríkir neyðar- ástand í efnahagsmálum sem kemur fram í mörgum myndum. Brýnasta úrlausnarefnið sem takast þarf á við er auðvitað að hækka gengi krón- unnar. En það er jafnframt orðið brýnt að leiðrétta verðbólgumæl- inguna sem nú ofmetur verðbólgu og notar, ofmatið er að knésetja fyr- irtæki og almenning í landinu. Notk- un vísitölunnar er mistök sem hafa leitt til ólögmætrar eignatilfærslu og má því ætla að sé stjórnarskrárbrot. Leiðrétta þarf einhliða vísitöluna strax niður á við og án eftirmála. en árið áður þrátt fyrir um 70% hækkun erlends gjaldmiðils. Mis- munurinn er samdráttur í neyslu á innfluttum vörum. Þessi samdráttur ætti að hafa áhrif til lækkunar þegar vísitala neyslu er reiknuð, en gerir það ekki samkvæmt núverandi að- ferðum við útreikninginn. Ef gert er ráð fyrir að innfluttar vörur séu um 40% af neyslu og að innlendur kostn- aður standi að öðru leyti í stað, þá ætti 70% hækkun á vörunum að valda um 28% verðbólgu. Þetta er einmitt svipað og sú verðbólga sem við sjáum að vísitalan er að mæla nú um stundir. En vegna samdráttar í innflutningi þá var hækkunin á inn- fluttum vörum í raun einungis um 20% sem ætti að valda um 8% verð- gæðum. Sé það gert mælist engin verðbreyting í vísitölum þegar neytendur breyta innkaupum. Van- mat á gæðabreyt- ingum vöru eða þjónustu leiðir til ofmats á verð- bólgu. Slík hætta er mest þegar verðbólga eykst snöggt og innkaup heimila breytast mikið.“ Afleiðing af röngum forsendum útreiknings vísi- tölu neysluverðs er eignaupptaka og stangast því að öllum líkum á við stjórnarskrá. Hér er verkefni fyrir lögfræðinga að spreyta sig. Hér skal gerð tilraun til að sýna hve mikið er í húfi. Fram hefur kom- ið fram að hvert íslenskt heimili skuldar að meðaltali um 10 milljónir verðtryggðra króna. Hvert pró- sentustig í verðbólgu á ári kostar því um 100.000 krónur í hækkuðum höf- uðstól. Gengi íslensku krónunnar hefur fallið og valdið um 70% hækk- un erlends gjaldmiðils frá byrjun árs. Tölur um innflutning sýna ekki sérstaklega stökk til samræmis við gengi á sama tíma sbr. með- fylgjandi mynd sem sýnir FOB verð- mæti innflutnings. Reyndar hefur innflutningur einungis aukist um 22% mælt í íslenskum krónum það sem af er ári. Athyglivert er að á tímabilinu ágúst til nóvember er inn- flutningur ekki nema um 20% meiri Er verðbólgumælingin verðbólguhvetjandi? Þorsteinn Helgi Steinarsson, verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.